Glötuð tækifæri Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. janúar 2014 07:00 Tólfta febrúar verður á Viðskiptaþingi 2014 fjallað um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi. Þingið er haldið undir yfirskriftinni „Open for business?“ Þingið er árviss viðburður þar sem saman kemur rjómi íslensks viðskipta- og stjórnmálalífs. Fastir liðir eru að formaður Viðskiptaráðs og forsætisráðherra landsins haldi ræður. Í ljósi yfirskriftar samkomunnar má gefa sér að gjaldeyrishöft beri á góma, höft sem hér fæla frá erlenda fjárfesta og torvelda uppbyggingu og framþróun í íslensku efnahagslífi. Í áramótablaði Markaðarins lýsti Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, þungum áhyggjum af skaðsemi haftanna og benti á að skaðinn gæti verið lúmskur og varanlegur. Á Viðskiptaþingi fjallar Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, um þróun fyrirtækisins frá örmarkaði til alþjóðamarkaðar. Í viðtalinu í Markaðnum bendir Páll Harðarson á að hefðu verið við lýði gjaldeyrishöft dagsins í dag þegar Marel var að hefja vegferð sína væri fyrirtækið ekki til í núverandi mynd. „Í núverandi umhverfi er ljóst að þeim hefði verið settur stóllinn fyrir dyrnar því á þeim tíma hefði ekki verið litið á þau sem þjóðhagslega mikilvæg,“ segir Páll. Marel hefði ekki fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum til fjárfestinga í útlöndum. Hann segist í viðtalinu hræddur um að afleiðingar þeirrar stefnu sem nú sé rekin eigi eftir að lifa með landinu til mjög langs tíma. „Þarna sjáum við fram á nokkuð sem gæti lýst sér í varanlegum skaða fyrir þjóðarbúið.“ Afnám hafta er eitt mikilvægasta viðfangsefni efnahagsstjórnarinnar, en Seðlabankinn fer bæði með framkvæmd hafta og áætlun um afnám þeirra. Þótt mörgum þyki hægt ganga og skiptar skoðanir séu um aðferðafræðina er harla einkennilegur bragur á því að í nýjum ráðgjafahópi ríkisstjórnarinnar um afnám hafta sé ekki að finna fulltrúa Seðlabankans. Í bankanum hlýtur að vera að finna þá yfirsýn sem þarf til þess að inna verkefnið vel úr hendi. Mögulega speglast þarna núningur ríkisstjórnar og Seðlabanka sem lítt er til þess fallinn að vekja traust á efnahagsstjórninni. Einhverrar sýnar er vonandi að vænta í ræðu forsætisráðherra á Viðskiptaþingi og mögulega fregnir úr störfum sérfræðingahóps hans. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Framsóknarflokks viðrar á Viðskiptaþingi væntingar um gott starf nefndar undir forystu sérfræðings úr fjármálageiranum. Á Viðskiptaþingi 2005 bar Halldór Ásgrímsson, þá forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, von í brjósti um að hér gæti orðið til alþjóðleg fjármálamiðstöð. Fyrir vinnu nefndar um það markmið fór Sigurður Einarsson, þá stjórnarformaður KB banka. Það er einkennilegt í meira lagi af ríkisstjórninni að snúa baki við raunhæfustu leiðinni að afnámi hafta með aðild að Evrópusambandinu og í framhaldinu stuðningi Seðlabanka Evrópu við örgjaldmiðilinn sem hér er haldið úti. Það eitt, með ákvörðun um að taka í framhaldinu upp evru, myndi strax stuðla að stöðugleika í efnahagsmálum sem aftur styddi við önnur efnahagsleg markmið. Spennandi verður að fylgjast með umræðu um þessi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun
Tólfta febrúar verður á Viðskiptaþingi 2014 fjallað um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi. Þingið er haldið undir yfirskriftinni „Open for business?“ Þingið er árviss viðburður þar sem saman kemur rjómi íslensks viðskipta- og stjórnmálalífs. Fastir liðir eru að formaður Viðskiptaráðs og forsætisráðherra landsins haldi ræður. Í ljósi yfirskriftar samkomunnar má gefa sér að gjaldeyrishöft beri á góma, höft sem hér fæla frá erlenda fjárfesta og torvelda uppbyggingu og framþróun í íslensku efnahagslífi. Í áramótablaði Markaðarins lýsti Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, þungum áhyggjum af skaðsemi haftanna og benti á að skaðinn gæti verið lúmskur og varanlegur. Á Viðskiptaþingi fjallar Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, um þróun fyrirtækisins frá örmarkaði til alþjóðamarkaðar. Í viðtalinu í Markaðnum bendir Páll Harðarson á að hefðu verið við lýði gjaldeyrishöft dagsins í dag þegar Marel var að hefja vegferð sína væri fyrirtækið ekki til í núverandi mynd. „Í núverandi umhverfi er ljóst að þeim hefði verið settur stóllinn fyrir dyrnar því á þeim tíma hefði ekki verið litið á þau sem þjóðhagslega mikilvæg,“ segir Páll. Marel hefði ekki fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum til fjárfestinga í útlöndum. Hann segist í viðtalinu hræddur um að afleiðingar þeirrar stefnu sem nú sé rekin eigi eftir að lifa með landinu til mjög langs tíma. „Þarna sjáum við fram á nokkuð sem gæti lýst sér í varanlegum skaða fyrir þjóðarbúið.“ Afnám hafta er eitt mikilvægasta viðfangsefni efnahagsstjórnarinnar, en Seðlabankinn fer bæði með framkvæmd hafta og áætlun um afnám þeirra. Þótt mörgum þyki hægt ganga og skiptar skoðanir séu um aðferðafræðina er harla einkennilegur bragur á því að í nýjum ráðgjafahópi ríkisstjórnarinnar um afnám hafta sé ekki að finna fulltrúa Seðlabankans. Í bankanum hlýtur að vera að finna þá yfirsýn sem þarf til þess að inna verkefnið vel úr hendi. Mögulega speglast þarna núningur ríkisstjórnar og Seðlabanka sem lítt er til þess fallinn að vekja traust á efnahagsstjórninni. Einhverrar sýnar er vonandi að vænta í ræðu forsætisráðherra á Viðskiptaþingi og mögulega fregnir úr störfum sérfræðingahóps hans. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Framsóknarflokks viðrar á Viðskiptaþingi væntingar um gott starf nefndar undir forystu sérfræðings úr fjármálageiranum. Á Viðskiptaþingi 2005 bar Halldór Ásgrímsson, þá forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, von í brjósti um að hér gæti orðið til alþjóðleg fjármálamiðstöð. Fyrir vinnu nefndar um það markmið fór Sigurður Einarsson, þá stjórnarformaður KB banka. Það er einkennilegt í meira lagi af ríkisstjórninni að snúa baki við raunhæfustu leiðinni að afnámi hafta með aðild að Evrópusambandinu og í framhaldinu stuðningi Seðlabanka Evrópu við örgjaldmiðilinn sem hér er haldið úti. Það eitt, með ákvörðun um að taka í framhaldinu upp evru, myndi strax stuðla að stöðugleika í efnahagsmálum sem aftur styddi við önnur efnahagsleg markmið. Spennandi verður að fylgjast með umræðu um þessi mál.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun