Stoppaði fyrir andarungum og fékk 90 daga fangelsisdóm Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2014 15:42 Varhugavert getur verið að klossbremsa fyrir andarungum sem eru á leið sinni yfir hraðbrautir. Kanadísk kona fékk nýlega dóm þar sem henni er gert að sitja í fangelsi í 90 daga fyrir að stoppa fyrir hópi andarunga. Það hljómar harður dómur, en með gjörð sinni olli hún tvöföldu dauðaslysi. Í því ljósi er dómur hennar kannski ekki mjög harður. Hún missir að auki ökuréttindi sín í 10 ár og er gert að vinna 240 klukkustunda samfélagsvinnu. Konan, Emma Czornobaj, stöðvaði bíl sinn á vinstri akrein á kanadískri hraðbraut er hún sá að fyrir framan bíl hennar var hópur af andarungum á leið sinni yfir veginn. Á eftir henni voru feðgin sem tvímenntu á mótorhjóli og dóu þau bæði er hjól þeirra skall á bíl konunnar á ríflega 100 km hraða. Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent
Kanadísk kona fékk nýlega dóm þar sem henni er gert að sitja í fangelsi í 90 daga fyrir að stoppa fyrir hópi andarunga. Það hljómar harður dómur, en með gjörð sinni olli hún tvöföldu dauðaslysi. Í því ljósi er dómur hennar kannski ekki mjög harður. Hún missir að auki ökuréttindi sín í 10 ár og er gert að vinna 240 klukkustunda samfélagsvinnu. Konan, Emma Czornobaj, stöðvaði bíl sinn á vinstri akrein á kanadískri hraðbraut er hún sá að fyrir framan bíl hennar var hópur af andarungum á leið sinni yfir veginn. Á eftir henni voru feðgin sem tvímenntu á mótorhjóli og dóu þau bæði er hjól þeirra skall á bíl konunnar á ríflega 100 km hraða.
Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent