Hlutabréf í Tesla falla vegna lækkunar bensínsverðs Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 09:36 Verksmiðja Tesla í Kaliforníu. Hlutabréf í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla lækkuðu talsvert í vikunni, en það eru nýmæli hvað varðar bréf þessa fyrirtækis. Síðustu 7 dagar eru þeir verstu hvað snertir verð í hlutabréfum í Tesla. Fóru bréf þess úr 255 dollurum á hlut niður í 206 dollara snemma í gær. Sú lækkun gekk þó örlítið til baka síðdegis og endaði í 216. Þessi lækkun er eingöngu rakin til lækkandi verðs á bensíni undanfarnar vikur og mánuði. Búist er við því að lágt verð á bensíni hvetji kaupendur nýrra bíla fremur til kaupa á bensín- og dísilbílum fremur en dýrari rafmagnsbílum. Spákaupmenn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa sumir spáð því að bréf í Tesla gætu lækkað hratt niður í 165 dollara á hlut. Oft hefur reyndar verið spáð lækkun á hlutabréfum í Tesla, en þau hafa einungis haft þá tilhneigingu að stíga hærra og hærra. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent
Hlutabréf í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla lækkuðu talsvert í vikunni, en það eru nýmæli hvað varðar bréf þessa fyrirtækis. Síðustu 7 dagar eru þeir verstu hvað snertir verð í hlutabréfum í Tesla. Fóru bréf þess úr 255 dollurum á hlut niður í 206 dollara snemma í gær. Sú lækkun gekk þó örlítið til baka síðdegis og endaði í 216. Þessi lækkun er eingöngu rakin til lækkandi verðs á bensíni undanfarnar vikur og mánuði. Búist er við því að lágt verð á bensíni hvetji kaupendur nýrra bíla fremur til kaupa á bensín- og dísilbílum fremur en dýrari rafmagnsbílum. Spákaupmenn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa sumir spáð því að bréf í Tesla gætu lækkað hratt niður í 165 dollara á hlut. Oft hefur reyndar verið spáð lækkun á hlutabréfum í Tesla, en þau hafa einungis haft þá tilhneigingu að stíga hærra og hærra.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent