Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Karl Lúðvíksson skrifar 16. desember 2014 13:42 Jólagæs er hefð á mörgum heimilum. Þeir skotveiðimenn sem náðu ekki rjúpum til að hafa um jólin og eru ekki reiðubúnir til að leggja út fyrir hreindýri ættu að skoða annan góðann möguleika á villibráð fyrir hátíðarnar. Gæsaveiðin gekk vel hjá mörgum skyttum og framboðið af villtri gæs virðist vera nægt og verðið er ekki jafn hátt og heyrst hefur af þessum fáu rjúpum sem ganga núna kaupum og sölum. Algengt verð fyrir rjúpu er 4000-5000 fyrir stykkið en það fer þó fáum orðum um hvort hún seljist á þessu verði. Verðið á gæs og önd er aftur á móti mun lægra og ekki er það síðri hátíðarmatur heldur en rjúpur. Þau verð sem veiðimenn eru að auglýsa á Facebook eru mjög svipuð. Verð á grafinni gæs er 2000-2500 fyrir tvær bringur, reykt gæs er yfirleitt á 2500-3000 fyrir tvær bringur, venjulegar gæsabringur eru á 2000-3000 fyrir tvær bringur, heil gæs (reitt og sviðin) er á 4000-5000 fyrir stykkið og andabringur af stokkönd á 2000 fyrir tvær bringur. Þetta voru algeng verð sem eru auglýst á Facebook og af viðbrögðum þeirra sem eru að selja má vel heyra að þeir sem eru rjúpnalausir eru farnir að snúa sér að annari villibráð og þá er gæsin virkilega girnilegur kostur. Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Eystri Rangá að verða uppseld í júlí Veiði Dapurlegar fréttir úr Skógá Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði
Þeir skotveiðimenn sem náðu ekki rjúpum til að hafa um jólin og eru ekki reiðubúnir til að leggja út fyrir hreindýri ættu að skoða annan góðann möguleika á villibráð fyrir hátíðarnar. Gæsaveiðin gekk vel hjá mörgum skyttum og framboðið af villtri gæs virðist vera nægt og verðið er ekki jafn hátt og heyrst hefur af þessum fáu rjúpum sem ganga núna kaupum og sölum. Algengt verð fyrir rjúpu er 4000-5000 fyrir stykkið en það fer þó fáum orðum um hvort hún seljist á þessu verði. Verðið á gæs og önd er aftur á móti mun lægra og ekki er það síðri hátíðarmatur heldur en rjúpur. Þau verð sem veiðimenn eru að auglýsa á Facebook eru mjög svipuð. Verð á grafinni gæs er 2000-2500 fyrir tvær bringur, reykt gæs er yfirleitt á 2500-3000 fyrir tvær bringur, venjulegar gæsabringur eru á 2000-3000 fyrir tvær bringur, heil gæs (reitt og sviðin) er á 4000-5000 fyrir stykkið og andabringur af stokkönd á 2000 fyrir tvær bringur. Þetta voru algeng verð sem eru auglýst á Facebook og af viðbrögðum þeirra sem eru að selja má vel heyra að þeir sem eru rjúpnalausir eru farnir að snúa sér að annari villibráð og þá er gæsin virkilega girnilegur kostur.
Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Eystri Rangá að verða uppseld í júlí Veiði Dapurlegar fréttir úr Skógá Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði