Ford lokar verksmiðju í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 16:03 Ford Galaxy. Í verksmiðju Ford í Genk í Belgíu hefur nú verið framleiddur síðasti bíllinn í 50 ára sögu hennar. Þar voru alls framleiddir 14 milljón bílar. Ford ákvað árið 2012 að loka þessari verksmiðju og með lokun hennar og lokun verksmiðju Opel í Antwerpen árið 2010 eru aðeins tvær bílaverksmiðjur í Belgíu eftir, verksmiðja Audi í Brussel og Volvo í Gent. Í verksmiðju Ford í Genk unnu 4.000 manns, en talið er að um 11.800 störf tapist í Belgíu vegna lokunarinnar þar sem íhlutaframleiðendur þar þurfa einnig að segja upp fólki. Síðasti bíllinn sem rann af færiböndunum í Genk var af gerðinni Ford Galaxy og verður hann gefinn góðgerðarsamtökum. Ford mun næstu mánuði taka niður framleiðslulínur verksmiðjunnar og fá nokkur hundruð manns áfram vinnu við það starf. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent
Í verksmiðju Ford í Genk í Belgíu hefur nú verið framleiddur síðasti bíllinn í 50 ára sögu hennar. Þar voru alls framleiddir 14 milljón bílar. Ford ákvað árið 2012 að loka þessari verksmiðju og með lokun hennar og lokun verksmiðju Opel í Antwerpen árið 2010 eru aðeins tvær bílaverksmiðjur í Belgíu eftir, verksmiðja Audi í Brussel og Volvo í Gent. Í verksmiðju Ford í Genk unnu 4.000 manns, en talið er að um 11.800 störf tapist í Belgíu vegna lokunarinnar þar sem íhlutaframleiðendur þar þurfa einnig að segja upp fólki. Síðasti bíllinn sem rann af færiböndunum í Genk var af gerðinni Ford Galaxy og verður hann gefinn góðgerðarsamtökum. Ford mun næstu mánuði taka niður framleiðslulínur verksmiðjunnar og fá nokkur hundruð manns áfram vinnu við það starf.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent