Milljónir í boði fyrir góða mynd af Beyonce og Jay Z Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2014 17:45 Beyonce og Jay Z eru einhver eftirsóttustu myndefni heims og nú eru ljósmyndarar á Íslandi gráir fyrir járnum. AFP Samkvæmt heimildum Vísis eru flestir ljósmyndarar landsins nú gráir fyrir járnum en boð berast nú erlendis frá, gull og grænir skógar fyrir góða mynd af þeim hjónakornum og tónlistarstjörnum Beyonce og Jay Z, sem stödd eru hér á landi. Eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með fréttum. Það sem menn eru að tala um er allt frá einni milljón fyrir gæðamyndir þá úr fjarlægð og allt upp í 10 til 15 milljónir, þá sem fyrstu greiðslu, fyrir góðar myndir úr fyrirhugaðri veislu, en til stendur að halda uppá 45 ára afmæli Jay Z í vikunni. „Það er algjört helvítis frenzy,“ sagði einn ljósmyndari sem ekki vill láta nafn síns getið. Sá segir að þetta séu boð frá myndveitum á borð við Corbis, sem er stærsta myndveita í heimi og svo Splash, sem er undir þeim. Ásgeir Ásgeirsson, aka GeiriX, verkefnisstjóri hjá PhotoPress staðfestir þetta upp að vissu marki. „Jú, það er rétt. Upphæðirnar geta mögulega skipt milljónum en allt fer þetta eftir gæðum myndanna. En, þá er ég að miða við beiðnir sem PressPhotos eru að fá frá þeim erlendum myndveitum sem PressPhotos er í samstarfi við,“ segir GeiriX og dregur ekkert úr því að það sé hugur í mannskapnum. Þegar Katie Holmes og Tom Crusie voru á Íslandi fyrri tveimur árum, og svo slitnaði uppúr þeirra sambandi í kjölfarið, þá segir sagan að Júlíus Sigurjónsson ljósmyndari, sem náði mynd af þeim þar sem þau voru á gangi niður Skólavörðustíginn; síðustu myndinni sem náðist af þeim saman, hafi fengið milljónir, jafnvel tugi, fyrir þá mynd. Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis eru flestir ljósmyndarar landsins nú gráir fyrir járnum en boð berast nú erlendis frá, gull og grænir skógar fyrir góða mynd af þeim hjónakornum og tónlistarstjörnum Beyonce og Jay Z, sem stödd eru hér á landi. Eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með fréttum. Það sem menn eru að tala um er allt frá einni milljón fyrir gæðamyndir þá úr fjarlægð og allt upp í 10 til 15 milljónir, þá sem fyrstu greiðslu, fyrir góðar myndir úr fyrirhugaðri veislu, en til stendur að halda uppá 45 ára afmæli Jay Z í vikunni. „Það er algjört helvítis frenzy,“ sagði einn ljósmyndari sem ekki vill láta nafn síns getið. Sá segir að þetta séu boð frá myndveitum á borð við Corbis, sem er stærsta myndveita í heimi og svo Splash, sem er undir þeim. Ásgeir Ásgeirsson, aka GeiriX, verkefnisstjóri hjá PhotoPress staðfestir þetta upp að vissu marki. „Jú, það er rétt. Upphæðirnar geta mögulega skipt milljónum en allt fer þetta eftir gæðum myndanna. En, þá er ég að miða við beiðnir sem PressPhotos eru að fá frá þeim erlendum myndveitum sem PressPhotos er í samstarfi við,“ segir GeiriX og dregur ekkert úr því að það sé hugur í mannskapnum. Þegar Katie Holmes og Tom Crusie voru á Íslandi fyrri tveimur árum, og svo slitnaði uppúr þeirra sambandi í kjölfarið, þá segir sagan að Júlíus Sigurjónsson ljósmyndari, sem náði mynd af þeim þar sem þau voru á gangi niður Skólavörðustíginn; síðustu myndinni sem náðist af þeim saman, hafi fengið milljónir, jafnvel tugi, fyrir þá mynd.
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira