James Bond á Aston Martin DB10 Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 14:46 Þó svo að James Bond muni eitthvað aka Fiat 500 bíl í næstu Bond mynd verður hann einnig á sérsmíðuðum Aston Martin sem aðeins verður smíðaður í 10 eintökum. Það er því engin ástæða til að örvænta, Bond hefur ekki hætt að aka fallegum ofursportbílum í myndunum góðu. Heiti Aston Martin bílsins í nýju myndinni, DB10, bendir til þess að bíllinn sá verði arftaki DB9 bílsins, en svo er þó ekki þar sem Aston Martin hefur engar áætlanir uppi um að fjöldaframleiða þennan bíl. Þessi 10 eintök verða smíðuð af sérstakri deild innan Aston Martin, sem auðvitað heitir Q, en sú deild hefur séð um sérsmíðaða bíla Aston Martin, hvort sem það hefur verið fyrir bíómyndir eða sérlega kröfuharða kúnna. Það var einmitt þessi deild sem sá um smíði ofurbílsins One-77, sem aðeins var seldur í fáum eintökum milli áranna 2010 og 2012. Þrátt fyrir að kaupendum bjóðist ekki kaup á DB10 bílnum verður sá bíll til grundvallar við smíði nýrra Aston Martin bíla. Nýjasta mynd James Bond mun heita Spectre og verður frumsýnd í október á næsta ári, áfram með Daniel Craig sem James Bond. Illmennið í myndinni verður leikið af Christoph Waltz. Í myndskeiðinu sést ógleymanlegt atriði úr James Bond myndinni Goldfingar frá árinu 1964, en þar ekur Bond sem fyrr á Aston Martin bíl. Bílar video Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent
Þó svo að James Bond muni eitthvað aka Fiat 500 bíl í næstu Bond mynd verður hann einnig á sérsmíðuðum Aston Martin sem aðeins verður smíðaður í 10 eintökum. Það er því engin ástæða til að örvænta, Bond hefur ekki hætt að aka fallegum ofursportbílum í myndunum góðu. Heiti Aston Martin bílsins í nýju myndinni, DB10, bendir til þess að bíllinn sá verði arftaki DB9 bílsins, en svo er þó ekki þar sem Aston Martin hefur engar áætlanir uppi um að fjöldaframleiða þennan bíl. Þessi 10 eintök verða smíðuð af sérstakri deild innan Aston Martin, sem auðvitað heitir Q, en sú deild hefur séð um sérsmíðaða bíla Aston Martin, hvort sem það hefur verið fyrir bíómyndir eða sérlega kröfuharða kúnna. Það var einmitt þessi deild sem sá um smíði ofurbílsins One-77, sem aðeins var seldur í fáum eintökum milli áranna 2010 og 2012. Þrátt fyrir að kaupendum bjóðist ekki kaup á DB10 bílnum verður sá bíll til grundvallar við smíði nýrra Aston Martin bíla. Nýjasta mynd James Bond mun heita Spectre og verður frumsýnd í október á næsta ári, áfram með Daniel Craig sem James Bond. Illmennið í myndinni verður leikið af Christoph Waltz. Í myndskeiðinu sést ógleymanlegt atriði úr James Bond myndinni Goldfingar frá árinu 1964, en þar ekur Bond sem fyrr á Aston Martin bíl.
Bílar video Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent