Opel lokar Bochum verksmiðjunni Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2014 16:27 Verksmiðja Opel í Bochum hefur nú verið lokað. Verksmiðja Opel í Bochum í Þýskalandi var eitt sinn flagskip Opel og þar unnu mest 22.000 starfsmenn. Hún hefur verið starfrækt samfellt í 52 ár. Nú hefur síðasti framleiðslubíll Opel runnið í gegnum framleiðslulínuna í Bochum og var það Opel Zafira. Þessi lokun markar einu lokun bílaverksmiðju í Þýskalandi frá síðari heimstyrjöld. Undir það síðasta unnu einungis 3.000 manns í verksmiðjunni, en 300 þeirra halda vinnunni við íhlutaframleiðslu. Aðrir starfsmenn hennar verða að finna sér aðra vinnu, sem Opel mun aðstoða þá með. Evrópski hluti General Motors sem inniheldur Opel og systurmerki þess Vauxhall í Bretlandi hefur samtals tapað 18 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 1999, eða 2.230 milljörðum króna. Þessi lokun í Bochum er líður í því að skrúfa fyrir þetta tap og er það markmið Opel að vera rekið með hagnaði frá og með næsta ári. Aukin sala Opel bíla undanfarið gefur góðar vonir um að það gæti tekist. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent
Verksmiðja Opel í Bochum í Þýskalandi var eitt sinn flagskip Opel og þar unnu mest 22.000 starfsmenn. Hún hefur verið starfrækt samfellt í 52 ár. Nú hefur síðasti framleiðslubíll Opel runnið í gegnum framleiðslulínuna í Bochum og var það Opel Zafira. Þessi lokun markar einu lokun bílaverksmiðju í Þýskalandi frá síðari heimstyrjöld. Undir það síðasta unnu einungis 3.000 manns í verksmiðjunni, en 300 þeirra halda vinnunni við íhlutaframleiðslu. Aðrir starfsmenn hennar verða að finna sér aðra vinnu, sem Opel mun aðstoða þá með. Evrópski hluti General Motors sem inniheldur Opel og systurmerki þess Vauxhall í Bretlandi hefur samtals tapað 18 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 1999, eða 2.230 milljörðum króna. Þessi lokun í Bochum er líður í því að skrúfa fyrir þetta tap og er það markmið Opel að vera rekið með hagnaði frá og með næsta ári. Aukin sala Opel bíla undanfarið gefur góðar vonir um að það gæti tekist.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent