Andlitslyftur Touareg Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2014 10:13 Volkswagen Touareg af 2015 árgerð. Á bílasýningunni í Los Angeles sýnir Volkswagen nú andlitslyftan Touareg jeppa sinn, en það sem vekur ef til vill meiri athygli er Plug-In-Hybrid útgáfa hans. Sá bíll er fjári öflugur með 380 hestafla drifrás, V6 bensínvél og öfluga rafmótora. Útlitsbreytingar Touareg eru fólgnar í flatari framenda, nýjum framljósum og breiðara og flatara grilli. Afturljósin eru nú með LED perum og afturendinn hefur líka breyst nokkuð. Að innan eru einnig breytingar, vandaðri efnisnotkun og breytt lýsing. Vélbúnaður er hinn sami, að undanskildri Plug-In-Hybrid útfærslu. Þriggja lítra dísilvélin er 240 hestöfl og 3,6 lítra bensínvélin skilar 280 hestöflum, en langöflugastur er tvinnbíllinn með sín 380 hestöfl. Touareg má nú fá með allskonar hjálpabúnaði eins og skriðstilli sem aðlagar sig aðstæðum, árekstrarvörn sem bremsar sjálf ef hætta steðjar að, akgreinaskiptiviðvörun og búnað sem greinir blindpunktshættu. Þessi nýi Touareg fer á markað í byrjun þessa árs. Innréttingin í nýjum Touareg. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
Á bílasýningunni í Los Angeles sýnir Volkswagen nú andlitslyftan Touareg jeppa sinn, en það sem vekur ef til vill meiri athygli er Plug-In-Hybrid útgáfa hans. Sá bíll er fjári öflugur með 380 hestafla drifrás, V6 bensínvél og öfluga rafmótora. Útlitsbreytingar Touareg eru fólgnar í flatari framenda, nýjum framljósum og breiðara og flatara grilli. Afturljósin eru nú með LED perum og afturendinn hefur líka breyst nokkuð. Að innan eru einnig breytingar, vandaðri efnisnotkun og breytt lýsing. Vélbúnaður er hinn sami, að undanskildri Plug-In-Hybrid útfærslu. Þriggja lítra dísilvélin er 240 hestöfl og 3,6 lítra bensínvélin skilar 280 hestöflum, en langöflugastur er tvinnbíllinn með sín 380 hestöfl. Touareg má nú fá með allskonar hjálpabúnaði eins og skriðstilli sem aðlagar sig aðstæðum, árekstrarvörn sem bremsar sjálf ef hætta steðjar að, akgreinaskiptiviðvörun og búnað sem greinir blindpunktshættu. Þessi nýi Touareg fer á markað í byrjun þessa árs. Innréttingin í nýjum Touareg.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent