Svona á að leggja bíl Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 09:44 Fólk er mislagið við að leggja bíl en þessi kann það og með þónokkrum tilþrifum. Han Yeu á nú heimsmetið í að leggja bíl með sem minnst pláss til þess arna. Hann hafði einungis 8 sentimetra aukreitis milli þeirra tveggja bíla sem hann lagði á milli. Það er náttúrulega ógerningur nema með því að drifta milli þeirra og er hann stöðvaðist var hann algerlega í beinni línu við hina tvo. Þetta gerði hann á Mini Cooper bíl á íþróttavelli í driftkeppni í kínversku borginni Chongqing í síðustu viku. Han Yeu átti reyndar þetta heimsmet áður frá árinu 2012, en það hafði veið hrifsað af honum af Bretanum Alistair Moffatt með því að leggja bíl með 8,6 cm bili milli bíla. Þá er spurningin hvort einhver leggur í að bæta met hans. Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent
Fólk er mislagið við að leggja bíl en þessi kann það og með þónokkrum tilþrifum. Han Yeu á nú heimsmetið í að leggja bíl með sem minnst pláss til þess arna. Hann hafði einungis 8 sentimetra aukreitis milli þeirra tveggja bíla sem hann lagði á milli. Það er náttúrulega ógerningur nema með því að drifta milli þeirra og er hann stöðvaðist var hann algerlega í beinni línu við hina tvo. Þetta gerði hann á Mini Cooper bíl á íþróttavelli í driftkeppni í kínversku borginni Chongqing í síðustu viku. Han Yeu átti reyndar þetta heimsmet áður frá árinu 2012, en það hafði veið hrifsað af honum af Bretanum Alistair Moffatt með því að leggja bíl með 8,6 cm bili milli bíla. Þá er spurningin hvort einhver leggur í að bæta met hans.
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent