Driftað kringum bíl á tveimur hjólum Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 12:43 Í flestu er hægt að slá nýtt heimsmet. Það gerðu tveir kínverskir ökumenn á ökuleiknisýningu í Kína um daginn er annar driftaði kringum hinn, sem ók bíl aðeins á tveimur hjólum. Aldrei hefur áður verið driftað jafn marga hringi kringum annan bíl á ferð, eða 10 sinnum. Til þessa notuðu þeir BMW M4 Coupe í driftið og Mini Cooper til akstursins á tveimur hjólum. Hefur met þeirra kumpána verið viðurkennt af Guinness Book of Records. Ekki þarf að efast um ökuhæfni beggja ökumannana, en hálf súrrealískt er að sjá aðfarir þeirra. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent
Í flestu er hægt að slá nýtt heimsmet. Það gerðu tveir kínverskir ökumenn á ökuleiknisýningu í Kína um daginn er annar driftaði kringum hinn, sem ók bíl aðeins á tveimur hjólum. Aldrei hefur áður verið driftað jafn marga hringi kringum annan bíl á ferð, eða 10 sinnum. Til þessa notuðu þeir BMW M4 Coupe í driftið og Mini Cooper til akstursins á tveimur hjólum. Hefur met þeirra kumpána verið viðurkennt af Guinness Book of Records. Ekki þarf að efast um ökuhæfni beggja ökumannana, en hálf súrrealískt er að sjá aðfarir þeirra. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent