Smakkaði tveggja ára gamlan hamborgara: Spýtti bitanum út úr sér Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 15:10 Pétur kunni ekki við áferð borgarans. „Það var starfsmaður okkar sem kom með borgarann heim frá New York fyrir rúmum tveimur árum. Þá vildi enginn borða hann þrátt fyrir að hann væri nánast nýr og „ferskur“,“ segir Kristinn R. Árnason, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið um McDonald's-hamborgarann Magga sem hefur dvalið á skrifstofu Hvíta hússins síðan hann kom í hús árið 2012. „Hann hefur haldið til á gluggasyllu óáreittur allt til dagsins í dag,“ bætir Kristinn við.Borgarinn fyrir og eftir smökkun.Í dag ákvað Pétur Rúnar Heimisson, sérfræðingur á samskiptasviði auglýsingastofunnar, að smakka hamborgarann góða. Herlegheitin voru tekin upp á myndband sem sjá má hér fyrir neðan, sem er ekki fyrir klígjugjarna. Þó borgarinn hafi litið ágætlega út eftir þessa rúmu tveggja ára dvöl á stofunni var bragðið ekki upp á marga fiska. „Ég get nú ekki mikið sagt til um bragðið því ég rak tunguna lengst ofan í kok á meðan bitinn var upp í mér,“ segir Pétur sem kunni ekki við áferð borgarans. „Um leið og slökkt hafði verið á upptökunni spýtti ég bitanum út úr mér. Ég átti náttúrulega ekki von á því að ég færi að taka upp á því að taka bita en þar sem upptakan var enn í gangi gat ég ekki skorast undan,“ bætir Pétur við. Hann veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hann hefði klárað borgarann. „Ég er hins vegar mjög glaður að upptakan var stöðvuð því annars hefði ég líklega farið að japla á þessu og yrði veikur á morgun.“ Post by Hvíta húsið. Einu sinni var... Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
„Það var starfsmaður okkar sem kom með borgarann heim frá New York fyrir rúmum tveimur árum. Þá vildi enginn borða hann þrátt fyrir að hann væri nánast nýr og „ferskur“,“ segir Kristinn R. Árnason, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið um McDonald's-hamborgarann Magga sem hefur dvalið á skrifstofu Hvíta hússins síðan hann kom í hús árið 2012. „Hann hefur haldið til á gluggasyllu óáreittur allt til dagsins í dag,“ bætir Kristinn við.Borgarinn fyrir og eftir smökkun.Í dag ákvað Pétur Rúnar Heimisson, sérfræðingur á samskiptasviði auglýsingastofunnar, að smakka hamborgarann góða. Herlegheitin voru tekin upp á myndband sem sjá má hér fyrir neðan, sem er ekki fyrir klígjugjarna. Þó borgarinn hafi litið ágætlega út eftir þessa rúmu tveggja ára dvöl á stofunni var bragðið ekki upp á marga fiska. „Ég get nú ekki mikið sagt til um bragðið því ég rak tunguna lengst ofan í kok á meðan bitinn var upp í mér,“ segir Pétur sem kunni ekki við áferð borgarans. „Um leið og slökkt hafði verið á upptökunni spýtti ég bitanum út úr mér. Ég átti náttúrulega ekki von á því að ég færi að taka upp á því að taka bita en þar sem upptakan var enn í gangi gat ég ekki skorast undan,“ bætir Pétur við. Hann veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hann hefði klárað borgarann. „Ég er hins vegar mjög glaður að upptakan var stöðvuð því annars hefði ég líklega farið að japla á þessu og yrði veikur á morgun.“ Post by Hvíta húsið.
Einu sinni var... Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira