SVFR áfram með Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 11. nóvember 2014 12:13 Rögnvaldur Jónsson með stærsta laxinn úr Leirvogsá í sumar Leirvogsá hefur verið vinsæl hjá veiðimönnum enda er áin stutt frá Reykjavík og veiðin í henni í gegnum tíðina verið góð.Þann 6. nóvember síðastliðinn var skrifað undir áframhaldandi samstarf á milli Veiðifélags Leirvogsár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það voru Óli Jón Hertervig, formaður Veiðifélags Leirvogsár og Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem skrifuðu undir áframhaldandi samstarfs samning á milli félaganna og tryggir það því aðgengi félagsmanna SVFR aðgang að ánni næstu árin. Leirvogsá er 2ja stanga á sem rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 km löng, en er laxgeng um 8 km. Veiðin í Leirvogsá hefur haldist nokkuð góð undanfarin ár en hún fann að sjálfsögðu fyrir áhrifum slaks veiðisumars í sumar en endaði engu að síður í 313 löxum. Meðalveiði síðastliðin 10 ár í ánni er tæplega 580 laxar og verður það að teljast nokkuð gott fyrir 2ja stanga laxveiðiá sem rennur steinsnar frá bæjarmörkum höfuðborgarsvæðisins. Stangveiði Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði
Leirvogsá hefur verið vinsæl hjá veiðimönnum enda er áin stutt frá Reykjavík og veiðin í henni í gegnum tíðina verið góð.Þann 6. nóvember síðastliðinn var skrifað undir áframhaldandi samstarf á milli Veiðifélags Leirvogsár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það voru Óli Jón Hertervig, formaður Veiðifélags Leirvogsár og Árni Friðleifsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem skrifuðu undir áframhaldandi samstarfs samning á milli félaganna og tryggir það því aðgengi félagsmanna SVFR aðgang að ánni næstu árin. Leirvogsá er 2ja stanga á sem rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 km löng, en er laxgeng um 8 km. Veiðin í Leirvogsá hefur haldist nokkuð góð undanfarin ár en hún fann að sjálfsögðu fyrir áhrifum slaks veiðisumars í sumar en endaði engu að síður í 313 löxum. Meðalveiði síðastliðin 10 ár í ánni er tæplega 580 laxar og verður það að teljast nokkuð gott fyrir 2ja stanga laxveiðiá sem rennur steinsnar frá bæjarmörkum höfuðborgarsvæðisins.
Stangveiði Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði