Golf bíll ársins hjá Motor Trend Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2014 13:49 Volkswagen Golf af sjöundu kynslóð. Volkswagen Golf var nýlega valinn ársins hjá bandaríska bílatímaritinu Motor Trend. Svo margar gerðir eru til af Volkswagen Golf að tímaritið tiltekur sérstaklega að Golf 1,8T, Golf TDI Clean Diesel, Golf EV og Golf GTI séu bílarnir sem hljóta þessi árlegu verðlaun nú. Af 23 bílgerðum sem komu til greina í vali Motor Trend komust 10 bílar í úrslit. Voru það, auk Golfsins, bílarnir Audi A3, BMW 2-línan, Ford Mustang, Honda Jazz, Hyundai Genesis, Kia Sedona, Lexus RC, Maserati Ghibli og Mercedes Benz C-Class. Dómnefndin rökstuddi val sitt með því að Golfinn uppfylli sérhverjar þarfir bíleigenda, hann sé troðinn af nýjustu tækni, eyði afar litlu (eða engu í tilfelli rafmagnsútgáfunnar) og fá megi af honum öfluga en sparneytna sportútgáfu. Bílarnir sem komust í úrslit fóru í gegnum miklar prófanir á vegum blaðsins og eftir það var sérhverjum bíl gefin einkunn fyrir fjöldamarga þætti. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent
Volkswagen Golf var nýlega valinn ársins hjá bandaríska bílatímaritinu Motor Trend. Svo margar gerðir eru til af Volkswagen Golf að tímaritið tiltekur sérstaklega að Golf 1,8T, Golf TDI Clean Diesel, Golf EV og Golf GTI séu bílarnir sem hljóta þessi árlegu verðlaun nú. Af 23 bílgerðum sem komu til greina í vali Motor Trend komust 10 bílar í úrslit. Voru það, auk Golfsins, bílarnir Audi A3, BMW 2-línan, Ford Mustang, Honda Jazz, Hyundai Genesis, Kia Sedona, Lexus RC, Maserati Ghibli og Mercedes Benz C-Class. Dómnefndin rökstuddi val sitt með því að Golfinn uppfylli sérhverjar þarfir bíleigenda, hann sé troðinn af nýjustu tækni, eyði afar litlu (eða engu í tilfelli rafmagnsútgáfunnar) og fá megi af honum öfluga en sparneytna sportútgáfu. Bílarnir sem komust í úrslit fóru í gegnum miklar prófanir á vegum blaðsins og eftir það var sérhverjum bíl gefin einkunn fyrir fjöldamarga þætti.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent