Opel Corsa rýkur út fyrirfram Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 11:00 Opel Corsa árgerð 2015. Stutt er í að Opel kynni fimmtu kynslóð smábílsins Opel Corsa og er ekki hægt að segja annað en að honum sé strax vel tekið. Borist hafa nú þegar einar 30.000 pantanir í bílinn en það var fyrst í ágúst sem kaupendum bauðst að leggja inn pantanir í bílinn. Hönnun bílsins, hversu hlaðinn hann er tækninýjungum og gott verð virðist falla vel í kramið hjá kaupendum og er það vel fyrir Opel þar sem þessi bílgerð er mjög mikilvæg fyrir sölu Opel fyrirtækisins. Opel hefur uppi áform um stóraukna sölu á næstu árum og það gæti greinilega gengið eftir miðað við þessar móttökur.Kom fyrst á markað fyrir 32 árum Opel Corsa kom fyrst á markað fyrir 32 árum og hefur alls selst í 12,4 milljónum eintaka og seldist fjórða og síðasta kynslóð Corsa í yfir 3 milljónum eintaka. Fram til ársins 2018 mun Opel kynna eina 27 nýja bíla og 17 nýjar vélargerðir. Á næsta ári mun Opel til dæmis kynna smábíl sem fá mun nafnið Opel Karl, en hann verður markaðssettur undir nafninu Vauxhall Viva, en margir Íslendingar þekkja til þess bíls hér á árum áður og seldist hann ágætlega hérlendis á tímabili. Þessi nýi bíll mun þó eiga fátt sameiginlegt með þeim gamla bíl. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent
Stutt er í að Opel kynni fimmtu kynslóð smábílsins Opel Corsa og er ekki hægt að segja annað en að honum sé strax vel tekið. Borist hafa nú þegar einar 30.000 pantanir í bílinn en það var fyrst í ágúst sem kaupendum bauðst að leggja inn pantanir í bílinn. Hönnun bílsins, hversu hlaðinn hann er tækninýjungum og gott verð virðist falla vel í kramið hjá kaupendum og er það vel fyrir Opel þar sem þessi bílgerð er mjög mikilvæg fyrir sölu Opel fyrirtækisins. Opel hefur uppi áform um stóraukna sölu á næstu árum og það gæti greinilega gengið eftir miðað við þessar móttökur.Kom fyrst á markað fyrir 32 árum Opel Corsa kom fyrst á markað fyrir 32 árum og hefur alls selst í 12,4 milljónum eintaka og seldist fjórða og síðasta kynslóð Corsa í yfir 3 milljónum eintaka. Fram til ársins 2018 mun Opel kynna eina 27 nýja bíla og 17 nýjar vélargerðir. Á næsta ári mun Opel til dæmis kynna smábíl sem fá mun nafnið Opel Karl, en hann verður markaðssettur undir nafninu Vauxhall Viva, en margir Íslendingar þekkja til þess bíls hér á árum áður og seldist hann ágætlega hérlendis á tímabili. Þessi nýi bíll mun þó eiga fátt sameiginlegt með þeim gamla bíl.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent