Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Bjarki Ármannsson skrifar 4. nóvember 2014 20:56 „Ég er bara slakur,“ segir hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson, sem á föstudagskvöld keppir í úrslitaþætti austurrísku hæfileikakeppninnar Die große Chance í beinni útsendingu. Þórsteinn hefur slegið í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, situr nú í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög eftir að hann flutti það í undanúrslitunum. „Ég tek annað eigið lag í úrslitakeppninni,“ segir Þórsteinn. „Ég var að reyna að komast í undanúrslit, það var planið. Að spila þar eigin lag og reyna að koma því í útvarpið. Það svínvirkaði bara einhvern veginn.“Plötusamningurinn kominn í hús Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Aðeins fimm söngvarar eru nú eftir í keppninni en Þórsteinn hefur þurft að etja kappi við allskonar skemmtiatriði. „Það er allt þarna,“ segir hann. „Ég var að keppa á móti módelflugvélum og dönsurum og eitthvað. En þeir eru allir dottnir út.“ Hvernig sem fer á föstudaginn hefur Þórsteinn náð sínu markmiði: Að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins sem segir það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára með hljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.„Pókum“ rignir inn Árangur Þórsteins í keppninni hefur þegar breytt lífi hans til muna. Á æfingum fyrir þáttinn hefur hann notið handleiðslu vanra tónlistarmanna og fólk er þegar byrjað að heilsa honum úti á götu. „Ég var á kaffihúsi með mömmu um daginn og einhver gæi byrjaði bara að syngja Aurora fyrir framan mig,“ segir hann. „Honum fannst það mjög fyndið.“ Jafnframt hefur hann heldur betur orðið var við ákveðinn fylgifisk frægðarinnar, nefnilega kvenhyllina. „Núna allt í einu fær maður hundrað vinabeiðnir og „pók“ á dag á Facebook, allt frá stelpum,“ segir Þórsteinn. „Það er mjög fyndið. Ég er búinn að taka skjáskot af þessu til að gera grín að vinum mínum. Þeir eru svo stoltir af því að fá nokkur pók og ég er að fá kannski þrjátíu á dag.“ Vonarstjarnan unga er eini karlkyns keppandinn sem er eftir í keppninni. Telur hann góðar líkur á að hann fari með sigur úr býtum á föstudaginn? „Það er ein kona sem syngur svona mjög austurrísk lög, svona sveitalög,“ segir Þórsteinn. „Ég gæti alveg trúað að hún muni vinna. Það er ekkert „möst“ fyrir mig að vinna þetta.“ Eurovision Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
„Ég er bara slakur,“ segir hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson, sem á föstudagskvöld keppir í úrslitaþætti austurrísku hæfileikakeppninnar Die große Chance í beinni útsendingu. Þórsteinn hefur slegið í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, situr nú í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög eftir að hann flutti það í undanúrslitunum. „Ég tek annað eigið lag í úrslitakeppninni,“ segir Þórsteinn. „Ég var að reyna að komast í undanúrslit, það var planið. Að spila þar eigin lag og reyna að koma því í útvarpið. Það svínvirkaði bara einhvern veginn.“Plötusamningurinn kominn í hús Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Aðeins fimm söngvarar eru nú eftir í keppninni en Þórsteinn hefur þurft að etja kappi við allskonar skemmtiatriði. „Það er allt þarna,“ segir hann. „Ég var að keppa á móti módelflugvélum og dönsurum og eitthvað. En þeir eru allir dottnir út.“ Hvernig sem fer á föstudaginn hefur Þórsteinn náð sínu markmiði: Að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins sem segir það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára með hljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.„Pókum“ rignir inn Árangur Þórsteins í keppninni hefur þegar breytt lífi hans til muna. Á æfingum fyrir þáttinn hefur hann notið handleiðslu vanra tónlistarmanna og fólk er þegar byrjað að heilsa honum úti á götu. „Ég var á kaffihúsi með mömmu um daginn og einhver gæi byrjaði bara að syngja Aurora fyrir framan mig,“ segir hann. „Honum fannst það mjög fyndið.“ Jafnframt hefur hann heldur betur orðið var við ákveðinn fylgifisk frægðarinnar, nefnilega kvenhyllina. „Núna allt í einu fær maður hundrað vinabeiðnir og „pók“ á dag á Facebook, allt frá stelpum,“ segir Þórsteinn. „Það er mjög fyndið. Ég er búinn að taka skjáskot af þessu til að gera grín að vinum mínum. Þeir eru svo stoltir af því að fá nokkur pók og ég er að fá kannski þrjátíu á dag.“ Vonarstjarnan unga er eini karlkyns keppandinn sem er eftir í keppninni. Telur hann góðar líkur á að hann fari með sigur úr býtum á föstudaginn? „Það er ein kona sem syngur svona mjög austurrísk lög, svona sveitalög,“ segir Þórsteinn. „Ég gæti alveg trúað að hún muni vinna. Það er ekkert „möst“ fyrir mig að vinna þetta.“
Eurovision Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira