Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Karl Lúðvíksson skrifar 5. nóvember 2014 15:57 Mynd: Sindri Már Pálsson Síðasta helgi var rjúpnaveiðimönnum ekki hagstæð og því miður eru litlar breytingar á því um komandi helgi. Spáin fyrir næstu helgi sem er þriðja veiðihelgin á rjúpu hljóðar uppá norðanátt 12-18 metra í flestum landshlutum með úrkomu á föstudag. Það er aðeins hluti af austurlandi sem virðist sleppa. Laugardagurinn er lítið skárri en þá fer að snjóa mikið fyrir norðan og nú sleppur austurland ekki við þetta leiðindaveður heldur en hluti af suðurlandi gæti haldið veiðanlega bletti. Það hægir loksins á vind á sunnudag en það kemur engu að síður áfram til með að snjóa fyrir norðan en spáð er björtu og frosti á suður og vesturlandi, sem sagt loksins gott rjúpnaveiðiveður. Það sem kemur þó til með að vera fylgifiskur þessa veðurs er væntanlega mikill fjöldi af veiðimönnum sem fer til veiða. Þetta gerir það að verkum að mjög fjölmennt verður á veiðislóðum í 100 km radíus frá Reykjavík og verður líklega mesti straumurinn uppí Fagradal, Skjaldbreið, Laugavatn, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku svo að nokkur svæði séu nefnd. Það sem kemur þó til með að gefa mönnum bestu veiðina er að komast aðeins lengra þar sem minna verður af fólki. Við minnum veiðimenn á að fara varlega um helgina og virða tillögur UST um hófsamar veiðar. Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði
Síðasta helgi var rjúpnaveiðimönnum ekki hagstæð og því miður eru litlar breytingar á því um komandi helgi. Spáin fyrir næstu helgi sem er þriðja veiðihelgin á rjúpu hljóðar uppá norðanátt 12-18 metra í flestum landshlutum með úrkomu á föstudag. Það er aðeins hluti af austurlandi sem virðist sleppa. Laugardagurinn er lítið skárri en þá fer að snjóa mikið fyrir norðan og nú sleppur austurland ekki við þetta leiðindaveður heldur en hluti af suðurlandi gæti haldið veiðanlega bletti. Það hægir loksins á vind á sunnudag en það kemur engu að síður áfram til með að snjóa fyrir norðan en spáð er björtu og frosti á suður og vesturlandi, sem sagt loksins gott rjúpnaveiðiveður. Það sem kemur þó til með að vera fylgifiskur þessa veðurs er væntanlega mikill fjöldi af veiðimönnum sem fer til veiða. Þetta gerir það að verkum að mjög fjölmennt verður á veiðislóðum í 100 km radíus frá Reykjavík og verður líklega mesti straumurinn uppí Fagradal, Skjaldbreið, Laugavatn, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku svo að nokkur svæði séu nefnd. Það sem kemur þó til með að gefa mönnum bestu veiðina er að komast aðeins lengra þar sem minna verður af fólki. Við minnum veiðimenn á að fara varlega um helgina og virða tillögur UST um hófsamar veiðar.
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði