Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2014 11:00 Strákarnir komust í umspilið með því að ná flottu jafntefli gegn sterku liði Frakka á útivelli. vísir/afp Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Álaborg. Danska liðið er firnasterkt, en það rúllaði upp sínum riðli þar sem það vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ekki leik. Dönsku strákarnir skoruðu 37 mörk og fengu aðeins á sig níu. Það er ljóst að okkar strákar þurfa á öllu sínu að halda í kvöld, en það eru einhver meiðslavandræði í hópnum. Aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson vildi þó ekki ræða þau neitt frekar við Vísi í morgun. Það á ekki að gefa Dönum neitt forskot. „Þetta kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum rætt. Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að skoða. Við gefum samt ekkert upp um það núna,“ segir Tómas Ingi, en staðfestir þó að standið á hópnum sé ekki 100 prósent.Tómas Ingi Tómasson.vísir/vilhelmDanska virtist verða fyrir blóðtöku fyrir umspilssleikina þegar margir af bestu leikmönnunum voru kallaðir í A-landsliðið. Liðið er engu að síður mjög sterkt. „Í raun og veru er ekkert búið að taka af þeim miðað við liðið sem hefur spilað síðustu leiki. Þetta er bara sama lið og er búið að vera að vinna leiki stórt,“ segir Tómas Ingi, en þessir árgangar sem nú spila í danska U21 árs landsliðinu svipa til gullkynslóðar Íslands sem fór á EM fyrir þremur árum. „Þetta er svolítið þannig. Ef litið er yfir hópinn þá eru þessir leikmenn að spila á flottum stöðum í heiminum. Þarna er mikið af góðum leikmönnum og það má líkja þessu saman við liðið sem við vorum með fyrir nokkrum árum.“ Það er ljóst að danska liðið er sterkt á báðum endum vallarins eins og stigasöfnun og markatala þess gefur til kynna. Það er gott á báðum endum vallarins. „Þeir eru virkilega góðir á boltann og mjög hraðir fram á við. Þeir eru með marga góða gegnumbrotsleikmenn sem koma hlaupandi á vörnina með þrjá til fjóra menn í hvert einasta skipti,“ segir Tómas Ingi. „Styrkur liðsins í vörninni er líka gífurlegur. Við þurfum bara að mæta í vinnuna og vera duglegir. Að vera þéttir fyrir í vörninni skiptir miklu máli í kvöld.“ Lykilatriði fyrir íslenska liðið í kvöld er að ná góðum úrslitum til að vera í séns fyrir seinni leikinn hér heima sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. „Við verðum að reyna að fá góð úrslit með okkur heim til að „tjúna“ leikinn heima upp. Þetta eru tveir hálfleikar, reyndar svolítið langir, en það verður að spila þá báða vel. Við erum tilbúnir og nú þurfum við bara að sjá hvað við uppskerum fyrir alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur,“ segir Tómas Ingi Tómasson. Íslenski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Álaborg. Danska liðið er firnasterkt, en það rúllaði upp sínum riðli þar sem það vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ekki leik. Dönsku strákarnir skoruðu 37 mörk og fengu aðeins á sig níu. Það er ljóst að okkar strákar þurfa á öllu sínu að halda í kvöld, en það eru einhver meiðslavandræði í hópnum. Aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson vildi þó ekki ræða þau neitt frekar við Vísi í morgun. Það á ekki að gefa Dönum neitt forskot. „Þetta kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum rætt. Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að skoða. Við gefum samt ekkert upp um það núna,“ segir Tómas Ingi, en staðfestir þó að standið á hópnum sé ekki 100 prósent.Tómas Ingi Tómasson.vísir/vilhelmDanska virtist verða fyrir blóðtöku fyrir umspilssleikina þegar margir af bestu leikmönnunum voru kallaðir í A-landsliðið. Liðið er engu að síður mjög sterkt. „Í raun og veru er ekkert búið að taka af þeim miðað við liðið sem hefur spilað síðustu leiki. Þetta er bara sama lið og er búið að vera að vinna leiki stórt,“ segir Tómas Ingi, en þessir árgangar sem nú spila í danska U21 árs landsliðinu svipa til gullkynslóðar Íslands sem fór á EM fyrir þremur árum. „Þetta er svolítið þannig. Ef litið er yfir hópinn þá eru þessir leikmenn að spila á flottum stöðum í heiminum. Þarna er mikið af góðum leikmönnum og það má líkja þessu saman við liðið sem við vorum með fyrir nokkrum árum.“ Það er ljóst að danska liðið er sterkt á báðum endum vallarins eins og stigasöfnun og markatala þess gefur til kynna. Það er gott á báðum endum vallarins. „Þeir eru virkilega góðir á boltann og mjög hraðir fram á við. Þeir eru með marga góða gegnumbrotsleikmenn sem koma hlaupandi á vörnina með þrjá til fjóra menn í hvert einasta skipti,“ segir Tómas Ingi. „Styrkur liðsins í vörninni er líka gífurlegur. Við þurfum bara að mæta í vinnuna og vera duglegir. Að vera þéttir fyrir í vörninni skiptir miklu máli í kvöld.“ Lykilatriði fyrir íslenska liðið í kvöld er að ná góðum úrslitum til að vera í séns fyrir seinni leikinn hér heima sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. „Við verðum að reyna að fá góð úrslit með okkur heim til að „tjúna“ leikinn heima upp. Þetta eru tveir hálfleikar, reyndar svolítið langir, en það verður að spila þá báða vel. Við erum tilbúnir og nú þurfum við bara að sjá hvað við uppskerum fyrir alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur,“ segir Tómas Ingi Tómasson.
Íslenski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira