Gaman hjá Ken Block Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 15:15 Ken Block er einn af þekktari ökumönnum heims og til eru mörg og skemmtileg myndbönd af faglegum en djörfum akstri hans við ýmsar fáránlegu aðstæður. Þær aðstæður sem hann glímir við hér eru honum líklega fremur framandi, í gríðarmiklum snjó. Fararskjóti hans er þó afar viðeigandi, þ.e. Ford F-150 RaptorTrax sem búinn er beltum í stað dekkja. Þessi bíll er með krafta í kögglum til að ösla snjóinn með sína 6,2 lítra V8 vél með öflugum keflablásara og auk þess er slaglengd fjöðrunarinnar mjög löng sem gerir honum fært að fara hratt yfir ójöfnur. Ken Block er þarna staddur við skíðasvæðið Nolan í bresku Columbíu og víst er að Ken og brettafélagar hans þurfa ekki að nýta sér skíðalyfturnar í Nolan vegna drifgetu bílsins. Aftan í bílnum eru 2 Recaro sportsæti sem snúa öfugt svo farþegar geti nú enn frekar notið ferðarinnar í þessu magnaða ökutæki. Þó er náttúrulega skemmtilæegast að láta bílinn draga sig, rétt eins og brettamennirnir tveir gera. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent
Ken Block er einn af þekktari ökumönnum heims og til eru mörg og skemmtileg myndbönd af faglegum en djörfum akstri hans við ýmsar fáránlegu aðstæður. Þær aðstæður sem hann glímir við hér eru honum líklega fremur framandi, í gríðarmiklum snjó. Fararskjóti hans er þó afar viðeigandi, þ.e. Ford F-150 RaptorTrax sem búinn er beltum í stað dekkja. Þessi bíll er með krafta í kögglum til að ösla snjóinn með sína 6,2 lítra V8 vél með öflugum keflablásara og auk þess er slaglengd fjöðrunarinnar mjög löng sem gerir honum fært að fara hratt yfir ójöfnur. Ken Block er þarna staddur við skíðasvæðið Nolan í bresku Columbíu og víst er að Ken og brettafélagar hans þurfa ekki að nýta sér skíðalyfturnar í Nolan vegna drifgetu bílsins. Aftan í bílnum eru 2 Recaro sportsæti sem snúa öfugt svo farþegar geti nú enn frekar notið ferðarinnar í þessu magnaða ökutæki. Þó er náttúrulega skemmtilæegast að láta bílinn draga sig, rétt eins og brettamennirnir tveir gera.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent