Dótadagur strákanna Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2014 14:14 Breska bílablaðið EVO heldur á hverju ári svokallaðan VMAX200-dag á Bruntingthorp´s flugbrautinni í Bretlandi. Þar býðst eigendum öflugra ofurbíla að reyna bíla sína gegn öðrum slíkum. Í nýliðnum september var einmitt slíkur dagur og mættu ógrynni heppinna einstaklinga með ofurkerrur sínar og áttu þar frábæran dag við eyðingu gúmmís, framleiðslu gríðarlegs hávaða og bruna á ómældu magni eldsneytis. Allt til að fá hárin til að rísa á þeim sjálfum og áhorfendum. Sá bíll sem náði mestum hraða á flugbrautinni var breyttur Porsche 996 turbo með 4,1 lítra vél en hann náði 341 km hraða á tveggja mílna langri brautinni. Reyndar náði annar Porsche, þ.e. 997 bíll næst mesta hraðnum, 335 km/klst. Þá kom það nokkuð á óvart að Nissan Qashqai með GT-R drifrás slátraði Lamborghini Aventador í spyrnu og stóð á pari við Ferrari LaFerrari og Bugatti Veyron bíla. Fyrir áhugamenn um aflmikla bíla er myndskeiðið hér að ofan augnakonfekt. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
Breska bílablaðið EVO heldur á hverju ári svokallaðan VMAX200-dag á Bruntingthorp´s flugbrautinni í Bretlandi. Þar býðst eigendum öflugra ofurbíla að reyna bíla sína gegn öðrum slíkum. Í nýliðnum september var einmitt slíkur dagur og mættu ógrynni heppinna einstaklinga með ofurkerrur sínar og áttu þar frábæran dag við eyðingu gúmmís, framleiðslu gríðarlegs hávaða og bruna á ómældu magni eldsneytis. Allt til að fá hárin til að rísa á þeim sjálfum og áhorfendum. Sá bíll sem náði mestum hraða á flugbrautinni var breyttur Porsche 996 turbo með 4,1 lítra vél en hann náði 341 km hraða á tveggja mílna langri brautinni. Reyndar náði annar Porsche, þ.e. 997 bíll næst mesta hraðnum, 335 km/klst. Þá kom það nokkuð á óvart að Nissan Qashqai með GT-R drifrás slátraði Lamborghini Aventador í spyrnu og stóð á pari við Ferrari LaFerrari og Bugatti Veyron bíla. Fyrir áhugamenn um aflmikla bíla er myndskeiðið hér að ofan augnakonfekt.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent