Hönnunarverðlaun Íslands afhent í fyrsta sinn í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2014 14:03 Lokað verður fyrir tilnefningar á miðnætti, föstudaginn 24. október. Mynd/Hönnunarmiðstöð Íslands Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent í fyrsta sinn í nóvember, en Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að veita hönnuðum og arkitektum hvatningu og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. „Vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast. Því eru Hönnunarverðlaun Íslands mikilvægur liður í því að vekja athygli á gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs og auka skilning á gildi góðrar hönnunar. Einnig munu Hönnunarverðlaunin nýtast til að gera íslenska hönnuði og arkitekta meira áberandi og sýnilegri sem einstaklinga í samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands.Verðlaunin ein milljón króna Verðlaunin eru peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna sem veitt eru af Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Opnað var fyrir tilnefningar á miðnætti miðvikudaginn 1. október, sem fimm manna dómnefnd skipuð af Hönnunarmiðstöð Íslands, Listaháskóla Íslands og Hönnunarsafni Íslands, fer yfir og metur. Hönnuðir og arkitektar geta sjálfir tilnefnt eigin verk, en einnig má tilnefna verk annarra. Tilnefningum er skilað á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands, en lokað verður fyrir tilnefningar á miðnætti, föstudaginn 24. október. Í tilkynningunni segir að verðlaunin skulu veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða -stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Þá þurfi hönnuðir að vera félagar í einu af aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar Íslands eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin.Harpa formaður dómnefndar „Ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þrem árum fyrir afhendingu verðlaunanna, taka þarf tilliti til eðlismunar á hönnunargreinunum í þessu samhengi þar sem t.d. grafískir hönnuðir vinna verk sín yfirleitt á fremur skömmum tíma en arkitektar aftur á móti á mun lengri. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum Hönnunarmiðstöðvar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu,“ segir í tilkynningunni. Formaður dómnefndar er Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands, en auk Hörpu sitja Massimo Santanicchia, arkitekt og lektor við Listaháskóla Íslands, Katrín Káradóttir, fatahönnuður og fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, Sigríður Sigurjónsdóttir, vöruhönnuður og eigandi Spark Design Space, og Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuður í dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2014. Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Sjá meira
Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent í fyrsta sinn í nóvember, en Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Listaháskóla Íslands. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að veita hönnuðum og arkitektum hvatningu og viðurkenningu fyrir vel unnin störf. „Vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi er óðum að aukast. Því eru Hönnunarverðlaun Íslands mikilvægur liður í því að vekja athygli á gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs og auka skilning á gildi góðrar hönnunar. Einnig munu Hönnunarverðlaunin nýtast til að gera íslenska hönnuði og arkitekta meira áberandi og sýnilegri sem einstaklinga í samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands.Verðlaunin ein milljón króna Verðlaunin eru peningaverðlaun að upphæð ein milljón króna sem veitt eru af Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Opnað var fyrir tilnefningar á miðnætti miðvikudaginn 1. október, sem fimm manna dómnefnd skipuð af Hönnunarmiðstöð Íslands, Listaháskóla Íslands og Hönnunarsafni Íslands, fer yfir og metur. Hönnuðir og arkitektar geta sjálfir tilnefnt eigin verk, en einnig má tilnefna verk annarra. Tilnefningum er skilað á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands, en lokað verður fyrir tilnefningar á miðnætti, föstudaginn 24. október. Í tilkynningunni segir að verðlaunin skulu veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða -stofu fyrir framúrskarandi ný verk; einstakan hlut, verkefni eða safn verka. Þá þurfi hönnuðir að vera félagar í einu af aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar Íslands eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin.Harpa formaður dómnefndar „Ný verk eru verk sem lokið hefur verið við á síðustu tveim til þrem árum fyrir afhendingu verðlaunanna, taka þarf tilliti til eðlismunar á hönnunargreinunum í þessu samhengi þar sem t.d. grafískir hönnuðir vinna verk sín yfirleitt á fremur skömmum tíma en arkitektar aftur á móti á mun lengri. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum Hönnunarmiðstöðvar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu,“ segir í tilkynningunni. Formaður dómnefndar er Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands, en auk Hörpu sitja Massimo Santanicchia, arkitekt og lektor við Listaháskóla Íslands, Katrín Káradóttir, fatahönnuður og fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, Sigríður Sigurjónsdóttir, vöruhönnuður og eigandi Spark Design Space, og Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuður í dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2014.
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Sjá meira