Citroën aftur til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 09:17 Citroën DS Devine í París. PSA-Peugeot/Citroën ætlar að reyna öðru sinni að selja bíla sína í Bandaríkjunum með hinum nýju lúxusbílum sem bera merkið DS. Í langtímaáætlunum Citroën hvað þessa DS bíla varðar kveður á um 200 stóra útsölustaði merkisins um allan heim og eiga 20 þeirra að vera í borgum Bandaríkjanna. PSA-Peugeot/Citroën hætti að selja bíla sína í Bandaríkjunum árið 1991, enda var á þeirri sölu mikið tap. Fyrirtækið ætlar í fyrsta lagi að hefja sölu bíla sinna þar árið 2017, en þó líklega ekki fyrr en árið 2020. Síðan PSA-Peugeot/Citroën kynnti fyrst DS-línu sína með bílnum Citroën DS3 árið 2010 hefur fyrirtækið selt samtals 500.000 DS bíla, aðallega í Evrópu og Kína. PSA-Peugeot/Citroën ætlar þessu nýja lúxusbílamerki sínu mikið hlutverk í samkeppninni við þýsku lúxusbílaframleiðendurna. PSA-Peugeot/Citroën er nú að frumsýna þennan gullfallega DS Devine tilraunabíl á bílasýningunni í París og er þessi mynd tekin þar. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent
PSA-Peugeot/Citroën ætlar að reyna öðru sinni að selja bíla sína í Bandaríkjunum með hinum nýju lúxusbílum sem bera merkið DS. Í langtímaáætlunum Citroën hvað þessa DS bíla varðar kveður á um 200 stóra útsölustaði merkisins um allan heim og eiga 20 þeirra að vera í borgum Bandaríkjanna. PSA-Peugeot/Citroën hætti að selja bíla sína í Bandaríkjunum árið 1991, enda var á þeirri sölu mikið tap. Fyrirtækið ætlar í fyrsta lagi að hefja sölu bíla sinna þar árið 2017, en þó líklega ekki fyrr en árið 2020. Síðan PSA-Peugeot/Citroën kynnti fyrst DS-línu sína með bílnum Citroën DS3 árið 2010 hefur fyrirtækið selt samtals 500.000 DS bíla, aðallega í Evrópu og Kína. PSA-Peugeot/Citroën ætlar þessu nýja lúxusbílamerki sínu mikið hlutverk í samkeppninni við þýsku lúxusbílaframleiðendurna. PSA-Peugeot/Citroën er nú að frumsýna þennan gullfallega DS Devine tilraunabíl á bílasýningunni í París og er þessi mynd tekin þar.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent