Bílasala upp um 6% í V-Evrópu í september Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 15:05 Bílaumferð í Evrópu. Autoblog Góð bílasala í Evrópu á þessu ári heldur áfram en í nýliðnum septembermánuði jókst hún um 6% frá fyrra ári. Seldust 1,2 milljónir bíla í mánuðinum og hafa nú 12,21 milljónir bíla selst alls á árinu. Í Bretlandi og Frakklandi jókst salan um 6% og um 5% í Bretlandi, en þar hefur salan verið einkar góð í ár. Á Ítalíu jókst salan um 3% en mesta aukningin varð á Spáni en það jókst salan um heil 26%. Bílasala hefur verið afar dræm frá hruni og til 2013, en þetta ár markar tímamót og loksins er salan farin að aukast aftur. Búist er við því að heildaraukning bílasölu í vesturhluta Evrópu verði 4,6% á þessu ári. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent
Góð bílasala í Evrópu á þessu ári heldur áfram en í nýliðnum septembermánuði jókst hún um 6% frá fyrra ári. Seldust 1,2 milljónir bíla í mánuðinum og hafa nú 12,21 milljónir bíla selst alls á árinu. Í Bretlandi og Frakklandi jókst salan um 6% og um 5% í Bretlandi, en þar hefur salan verið einkar góð í ár. Á Ítalíu jókst salan um 3% en mesta aukningin varð á Spáni en það jókst salan um heil 26%. Bílasala hefur verið afar dræm frá hruni og til 2013, en þetta ár markar tímamót og loksins er salan farin að aukast aftur. Búist er við því að heildaraukning bílasölu í vesturhluta Evrópu verði 4,6% á þessu ári.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent