3 milljónir Mini Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2014 09:46 Frá því BMW eignaðist breska bílaframleiðandann Mini og kynnti nýja gerð hans árið 2001 hafa verið framleiddar þrjár milljónir eintaka af bílnum knáa og var þeim áfanga fagnað í vikunni. Mini er framleiddur í Oxford í Bretlandi og af þessum 3 milljón eintaka hafa 2 milljónir þeirra verið flutt út frá Bretlandi. Því var einnig fagnað í verksmiðjunni í Oxford í þessari viku. Aðeins eru liðin 4 ár frá því að fagnað var 1,5 milljónum eintaka og því tók það aðeins 4 ár að framleiða jafn mikið magn Mini og 9 árin þar á undan. Framleidd hafa verið að meðaltali 375.000 eintök af bílnum á ári þessi síðustu fjögur ár, eða ríflega 1.000 bílar á dag hvern einasta dag. Enn verður bætt í framleiðslugetun á Mini því fjárfesta á fyrir 143 milljarða króna í verksmiðjunum í Oxford á næstunni. Meðal annars verða keyptir 1.000 nýir róbotar og suðuvélar sem nota laser-suðutækni. Ekkert lát virðist því vera á velgengni táknmyndar hins breska smábíls, Mini, þó eigandinn sé þýskur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Mini smíðaðan og fluttan í skip á tæpum 3 mínútum. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent
Frá því BMW eignaðist breska bílaframleiðandann Mini og kynnti nýja gerð hans árið 2001 hafa verið framleiddar þrjár milljónir eintaka af bílnum knáa og var þeim áfanga fagnað í vikunni. Mini er framleiddur í Oxford í Bretlandi og af þessum 3 milljón eintaka hafa 2 milljónir þeirra verið flutt út frá Bretlandi. Því var einnig fagnað í verksmiðjunni í Oxford í þessari viku. Aðeins eru liðin 4 ár frá því að fagnað var 1,5 milljónum eintaka og því tók það aðeins 4 ár að framleiða jafn mikið magn Mini og 9 árin þar á undan. Framleidd hafa verið að meðaltali 375.000 eintök af bílnum á ári þessi síðustu fjögur ár, eða ríflega 1.000 bílar á dag hvern einasta dag. Enn verður bætt í framleiðslugetun á Mini því fjárfesta á fyrir 143 milljarða króna í verksmiðjunum í Oxford á næstunni. Meðal annars verða keyptir 1.000 nýir róbotar og suðuvélar sem nota laser-suðutækni. Ekkert lát virðist því vera á velgengni táknmyndar hins breska smábíls, Mini, þó eigandinn sé þýskur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Mini smíðaðan og fluttan í skip á tæpum 3 mínútum.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent