Peugeot 308 GT Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 14:16 Peugeot 308 GT. Núverandi bíll ársins er Peugeot 308 og var kjörinn með fáheyrðum yfirburðum fyrr á árinu. Það kemur því vart á óvart að Peugeot vilji fjölga útgáfum þessa bíls og ætlar því að framleiða kraftaútgáfu af bílnum góða sem heita mun Peugeot 308 GT. Hann verður með sömu vél og finnst í Peugeot 208 bílnum, 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó örlitla aflaukningu og skilar 202 hestöflum. Hún hendir 308 GT bílnum í hundraðið á 7,5 sekúndum. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Kaupendur geta valið á milli „sedan“-lags bílsins og langbaksgerð, líkt og Ford býður með Focus ST bíl sinn. Þá verður einnig í boði kröftug dísilútgáfa Peugeot 308 með 177 hestafla vél og 295 pund/feta togi. Er þar ekki ólíkur bíll á ferð og Volkswagen Golf GTD eða nýr Ford Focus diesel. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent
Núverandi bíll ársins er Peugeot 308 og var kjörinn með fáheyrðum yfirburðum fyrr á árinu. Það kemur því vart á óvart að Peugeot vilji fjölga útgáfum þessa bíls og ætlar því að framleiða kraftaútgáfu af bílnum góða sem heita mun Peugeot 308 GT. Hann verður með sömu vél og finnst í Peugeot 208 bílnum, 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem fær þó örlitla aflaukningu og skilar 202 hestöflum. Hún hendir 308 GT bílnum í hundraðið á 7,5 sekúndum. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn 308 bíll, með stífari fjöðrun, stærri bremsum og sportlegri innréttingu. Kaupendur geta valið á milli „sedan“-lags bílsins og langbaksgerð, líkt og Ford býður með Focus ST bíl sinn. Þá verður einnig í boði kröftug dísilútgáfa Peugeot 308 með 177 hestafla vél og 295 pund/feta togi. Er þar ekki ólíkur bíll á ferð og Volkswagen Golf GTD eða nýr Ford Focus diesel. Peugeot 308 GT verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent