Bíll Jeltsin og Gorbatsjov til sölu Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 10:05 Brimvarðar drossíur Jeltsin og Gorbatsjov. Til margra ára óku sovétleiðtogarnir Boris Jeltsin og Michael Gorbatsjov á brimvörðum stórum hlunk frá rússneska bílaframleiðandanum ZIL. Bílinn notaði Gorbatsjov árunum 1985 til 1991 og Jeltsin frá 1991 til 1999. Þessi bíll eru nú til sölu. Bílgerðin heitir ZIL-41052, er 5,5 tonn og með V8 og 7,7 lítra bensínmótor sem eru 315 hestöfl. Hámarkshraði hans er 190 km/klst. Bíllinn er 6,34 metra langur svo rúmt er um farþega í aftursæti hans. Hann er aðeins keyrður 29.000 kílómetra. Alls voru framleiddir 13 svona bílar og eru þeir allir í afar góðu ástandi. Verðið á bíl þeirra Jeltsins og Gorbatsjov er 1,5 milljónir Evra, eða 231 milljón króna. Ef til vill finnast aðilar sem eru tilbúnir að greiða slíkt verð fyrir svo sögufrægan bíl, þó betri bílar finnist örugglega fyrir slíkt verð. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent
Til margra ára óku sovétleiðtogarnir Boris Jeltsin og Michael Gorbatsjov á brimvörðum stórum hlunk frá rússneska bílaframleiðandanum ZIL. Bílinn notaði Gorbatsjov árunum 1985 til 1991 og Jeltsin frá 1991 til 1999. Þessi bíll eru nú til sölu. Bílgerðin heitir ZIL-41052, er 5,5 tonn og með V8 og 7,7 lítra bensínmótor sem eru 315 hestöfl. Hámarkshraði hans er 190 km/klst. Bíllinn er 6,34 metra langur svo rúmt er um farþega í aftursæti hans. Hann er aðeins keyrður 29.000 kílómetra. Alls voru framleiddir 13 svona bílar og eru þeir allir í afar góðu ástandi. Verðið á bíl þeirra Jeltsins og Gorbatsjov er 1,5 milljónir Evra, eða 231 milljón króna. Ef til vill finnast aðilar sem eru tilbúnir að greiða slíkt verð fyrir svo sögufrægan bíl, þó betri bílar finnist örugglega fyrir slíkt verð.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent