15,6% aukning í bílasölu í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2014 09:51 Meðalaldur bílaflota landsmanna er nú um 12 ár. Sala á nýjum fólksbílum í ágúst jókst um 15,6% milli ára. Nýskráðir fólksbílar í ágúst voru 496 stk. á móti 429 í sama mánuði 2013 eða aukning um 67 bíla. Samtals hafa verið skráðir 7.616 fólksbílar á fyrstu átta mánuðum ársins og er það 29,2% aukning frá fyrra ári. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er fram á þennan árstíma er búið að afgreiða stærstan hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Bílafloti landsmanna er orðin gamall eða að meðaltali 12 ára. Gamlir bílar eru töluvert óöruggari og eyðslufrekari en nýir bílar og því er það ánægjulegt að sjá að nýskráningum fjölgar, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent
Sala á nýjum fólksbílum í ágúst jókst um 15,6% milli ára. Nýskráðir fólksbílar í ágúst voru 496 stk. á móti 429 í sama mánuði 2013 eða aukning um 67 bíla. Samtals hafa verið skráðir 7.616 fólksbílar á fyrstu átta mánuðum ársins og er það 29,2% aukning frá fyrra ári. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er fram á þennan árstíma er búið að afgreiða stærstan hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Bílafloti landsmanna er orðin gamall eða að meðaltali 12 ára. Gamlir bílar eru töluvert óöruggari og eyðslufrekari en nýir bílar og því er það ánægjulegt að sjá að nýskráningum fjölgar, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent