Spá þreföldun álnotkunar í bíla til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2014 11:15 Ford F-150 pallbíllinn er nú að miklu leiti smíðaður úr áli. Einn stærsti álframleiðandi í heiminum, Novelis Inc., spáir því að notkun áls hjá bílaframleiðendum muni þrefaldast á næstu 6 árum. Núna notar bíliðnaðurinn 9% af öllu framleiddu áli, en spá Novelis gerir ráð fyrir að sú tala fari uppí 25% árið 2020. Stærsti hluti álframleiðslu heimsins í dag fer í einnota áldósir fyrir drykkjarvöru og nemur 60% álframleiðslunnar. Hún færi niður í 50% ef spá Novelis um aukna notkun í bíla stenst. Gríðarlegt magn áls fer nú í framleiðslu á söluhæsta bílnum í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbílnum og sú ákvörðun Ford að nota mikið ál í hann í stað stáls gæti haft keðjuverkandi áhrif til aukinnar notkunar þess. Land Rover er nú að auka mjög notkun áls í bíla sína og Audi hefur til langs tíma notað mikið ál í sína bíla. Mikil pressa er á bílaframleiðendum að minnka eyðslu og losun eiturefna í bílum sínum og ein einfaldasta aðferðin er að létta bílana með notkun áls í stað stáls. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent
Einn stærsti álframleiðandi í heiminum, Novelis Inc., spáir því að notkun áls hjá bílaframleiðendum muni þrefaldast á næstu 6 árum. Núna notar bíliðnaðurinn 9% af öllu framleiddu áli, en spá Novelis gerir ráð fyrir að sú tala fari uppí 25% árið 2020. Stærsti hluti álframleiðslu heimsins í dag fer í einnota áldósir fyrir drykkjarvöru og nemur 60% álframleiðslunnar. Hún færi niður í 50% ef spá Novelis um aukna notkun í bíla stenst. Gríðarlegt magn áls fer nú í framleiðslu á söluhæsta bílnum í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbílnum og sú ákvörðun Ford að nota mikið ál í hann í stað stáls gæti haft keðjuverkandi áhrif til aukinnar notkunar þess. Land Rover er nú að auka mjög notkun áls í bíla sína og Audi hefur til langs tíma notað mikið ál í sína bíla. Mikil pressa er á bílaframleiðendum að minnka eyðslu og losun eiturefna í bílum sínum og ein einfaldasta aðferðin er að létta bílana með notkun áls í stað stáls.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent