Klikkaður rallýáhorfandi Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 16:42 Það er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem áhorfandi í heimsbikarnum í rallakstri hleypur í veg fyrir keppnisbíl, en ef til vill hefur áhorfandi aldrei komist eins nálægt því að verða fyrir einum þeirra. Þessum undarlega aðdáanda fannst alveg kjörið að komast sem næst Citroën bíl Mads Östberg og tók sprett niður brekku og yfir keppnisleiðina rétt áður en einn keppanda brunaði framhjá á ógnarferð. Hann hefði ekki þurft að kemba hærurnar hefði hann gert þetta einni sekúndu seinna. Þetta gerðist í þýska rallakstrinum í síðasta mánuði við lítinn fögnuð þeirra sem að keppninni stóðu og vafalaust ennig Mads Östberg. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent
Það er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem áhorfandi í heimsbikarnum í rallakstri hleypur í veg fyrir keppnisbíl, en ef til vill hefur áhorfandi aldrei komist eins nálægt því að verða fyrir einum þeirra. Þessum undarlega aðdáanda fannst alveg kjörið að komast sem næst Citroën bíl Mads Östberg og tók sprett niður brekku og yfir keppnisleiðina rétt áður en einn keppanda brunaði framhjá á ógnarferð. Hann hefði ekki þurft að kemba hærurnar hefði hann gert þetta einni sekúndu seinna. Þetta gerðist í þýska rallakstrinum í síðasta mánuði við lítinn fögnuð þeirra sem að keppninni stóðu og vafalaust ennig Mads Östberg.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent