Mercedes S-Class Maybach á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2014 12:21 Kaupendur S-Class bíla Mercedes Benz höfðu fyrir stuttu það eina val að ákveða hvaða vél væri í bíl þeirra. Nú eru breyttir tímar. Í dag geta kaupendur valið um S-Class coupe, S-Class convertible, venjulegan S-Class og nú eru tvær fleiri gerðir á leið á markað. Það eru Maybach útfærsla bílsins og síðar kemur einnig Pullman útfærsla. Í síðustu viku sást til S-Class Maybach í prófunum á Nürburgring brautinni þýsku. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz á Maybach merkið en hætti framleiðslu Maybach bíla árið 2013, enda hafði sala þeirra gengið brösulega síðustu árin þar á undan. Mercedes Benz mun þó áfram halda á lofti merki Maybach bíla með lúxusútgáfum S-Class sem ganga enn lengra í íburði og stærð en í hefðbundnum S-Class. Sá S-Class Maybach sem nú er verið að prófa er lengri en venjulegur S-Class. Hann er með 621 hestafla vél sem er 12 strokka og með tvær forþjöppur. Mercedes Benz S-Class Maybach kemur á markað á næsta ári og Pullman gerðin árið 2016. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent
Kaupendur S-Class bíla Mercedes Benz höfðu fyrir stuttu það eina val að ákveða hvaða vél væri í bíl þeirra. Nú eru breyttir tímar. Í dag geta kaupendur valið um S-Class coupe, S-Class convertible, venjulegan S-Class og nú eru tvær fleiri gerðir á leið á markað. Það eru Maybach útfærsla bílsins og síðar kemur einnig Pullman útfærsla. Í síðustu viku sást til S-Class Maybach í prófunum á Nürburgring brautinni þýsku. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz á Maybach merkið en hætti framleiðslu Maybach bíla árið 2013, enda hafði sala þeirra gengið brösulega síðustu árin þar á undan. Mercedes Benz mun þó áfram halda á lofti merki Maybach bíla með lúxusútgáfum S-Class sem ganga enn lengra í íburði og stærð en í hefðbundnum S-Class. Sá S-Class Maybach sem nú er verið að prófa er lengri en venjulegur S-Class. Hann er með 621 hestafla vél sem er 12 strokka og með tvær forþjöppur. Mercedes Benz S-Class Maybach kemur á markað á næsta ári og Pullman gerðin árið 2016.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent