Hyundai kynnir "Juke“-keppinaut Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2014 09:35 Líkur Nissan Juke en þó allur kantaðri. Nissan hefur náð góðri sölu á litla jepplingnum sínum, Juke, sem er æði sérstakur í útliti. Virðist sá góði árangur hafa gert aðra framleiðendur öfundsjúka, að minnsta kosti Hyundai. Hér má sjá nýjustu afurð Hyundai og ekki verður annað sagt en að þessi bíll sé sláandi líkur Nissan Juke. Þessi bíll á ekki að leysa af hólmi Hyundai Tucson, heldur keppa um hylli kaupenda sem kjósa enn smærri jepplinga, líkt og Nissan Juke og Opel Mokka/Chevrolet Trax, en sá flokkur bíla hefur farið mjög vaxandi að undanförnu. Hvort þessi bíll sem sést hér að ofan verður endanleg útfærsla er ekki víst en bíllinn á að koma á markað árið 2017. Margt getur reyndar breyst á 3 árum. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður
Nissan hefur náð góðri sölu á litla jepplingnum sínum, Juke, sem er æði sérstakur í útliti. Virðist sá góði árangur hafa gert aðra framleiðendur öfundsjúka, að minnsta kosti Hyundai. Hér má sjá nýjustu afurð Hyundai og ekki verður annað sagt en að þessi bíll sé sláandi líkur Nissan Juke. Þessi bíll á ekki að leysa af hólmi Hyundai Tucson, heldur keppa um hylli kaupenda sem kjósa enn smærri jepplinga, líkt og Nissan Juke og Opel Mokka/Chevrolet Trax, en sá flokkur bíla hefur farið mjög vaxandi að undanförnu. Hvort þessi bíll sem sést hér að ofan verður endanleg útfærsla er ekki víst en bíllinn á að koma á markað árið 2017. Margt getur reyndar breyst á 3 árum.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður