Eystri Rangá komin í 1136 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2014 10:54 Arnór Laxfjörð með flottann lax úr Eystri Rangá í gær Mynd af FB Eystri Rangár Í gær þegar veiðin af síðdegisvaktinni í Eystri Rangá var bókuð voru komnir 1136 laxar á land en samtals skilaði dagurinn 69 löxum. Veiðin í ánni er búin að vera frábær og með þessu áframhaldi er ljóst að hún fer fljótlega á toppinn á lista yfir aflahæstu árnar í sumar. Það sem gerir þetta ennþá skemmtilegra er að hlutfall af tveggja ára laxi er gríðarlega gott og mikið af þeim laxi er 85-95 sm, svo auðvitað nokkrir 100 sm og meira. Öll svæðin eru að gefa laxa en auðvitað mismikið en það er fiskur á öllum veiðistöðum þannig að engin lendir í því að fá heila vakt á dauðu svæði því það er bara ekki til staðar. Miðað við hvernig margar ár eru að koma út eftir sumarið má reikna með aukinni eftirspurn í haustveiðina í Eystri og raunar í Ytri Rangá líka en hún er loksins að komast í gang. Þeir veiðimenn sem ekki hafa náð laxi í sumar eygja því ennþá von í að þá í lax en haustveiðin í systuránum getur oft verið mjög góð enda er lax að ganga í þær langt fram í desember. Stangveiði Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði
Í gær þegar veiðin af síðdegisvaktinni í Eystri Rangá var bókuð voru komnir 1136 laxar á land en samtals skilaði dagurinn 69 löxum. Veiðin í ánni er búin að vera frábær og með þessu áframhaldi er ljóst að hún fer fljótlega á toppinn á lista yfir aflahæstu árnar í sumar. Það sem gerir þetta ennþá skemmtilegra er að hlutfall af tveggja ára laxi er gríðarlega gott og mikið af þeim laxi er 85-95 sm, svo auðvitað nokkrir 100 sm og meira. Öll svæðin eru að gefa laxa en auðvitað mismikið en það er fiskur á öllum veiðistöðum þannig að engin lendir í því að fá heila vakt á dauðu svæði því það er bara ekki til staðar. Miðað við hvernig margar ár eru að koma út eftir sumarið má reikna með aukinni eftirspurn í haustveiðina í Eystri og raunar í Ytri Rangá líka en hún er loksins að komast í gang. Þeir veiðimenn sem ekki hafa náð laxi í sumar eygja því ennþá von í að þá í lax en haustveiðin í systuránum getur oft verið mjög góð enda er lax að ganga í þær langt fram í desember.
Stangveiði Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði