48 laxar veiddust fyrir hádegi í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2014 15:25 Ytri Rangá er loksins komin í gang en í morgun veiddust 48 laxar Það er alveg óhætt að segja að það sé kominn góður kippur í veiðina í Ytri Rangá og það sést auðvitað best á hækkandi veiðitölum. Á morgunvaktinni í dag komu 48 laxar á land og var mikið líf á öllum svæðum enda virðast göngurnar loksins vera farnar að skila sér af fullum krafti í ánna. Hækkandi hlutfall smálaxa er einnig mikið ánægjuefni sem sýnir að sá stofn sem alin er upp í ánni virðist ekki hafa lent í sambærilegum afföllum og laxinn á vesturlandi svo dæmi séu tekin. Það hefur ekki verið full nýting á stöngunum svo heildarveiði á stöng er mun betri en ætla mætti og sumar stangir veiða meira en aðrar eins og gerist og gengur. Hópurinn sem er við veiðar núna hættir á hádegi á morgun en forsvarsmaður hópsins tekur þá á móti næsta hóp og verður áin þess vegna hvíld að þeirra frumkvæði eftir hádegi svo veiðitölur dagsins á morgun verða ekki nema helmingur af því sem þær gætu orðið. Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði
Það er alveg óhætt að segja að það sé kominn góður kippur í veiðina í Ytri Rangá og það sést auðvitað best á hækkandi veiðitölum. Á morgunvaktinni í dag komu 48 laxar á land og var mikið líf á öllum svæðum enda virðast göngurnar loksins vera farnar að skila sér af fullum krafti í ánna. Hækkandi hlutfall smálaxa er einnig mikið ánægjuefni sem sýnir að sá stofn sem alin er upp í ánni virðist ekki hafa lent í sambærilegum afföllum og laxinn á vesturlandi svo dæmi séu tekin. Það hefur ekki verið full nýting á stöngunum svo heildarveiði á stöng er mun betri en ætla mætti og sumar stangir veiða meira en aðrar eins og gerist og gengur. Hópurinn sem er við veiðar núna hættir á hádegi á morgun en forsvarsmaður hópsins tekur þá á móti næsta hóp og verður áin þess vegna hvíld að þeirra frumkvæði eftir hádegi svo veiðitölur dagsins á morgun verða ekki nema helmingur af því sem þær gætu orðið.
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði