Sportlegur næsti Kia Sorento Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 09:45 Straumlínulagaður og langur Sorento. Ný kynslóð af Kia Sorento jeppanum mun koma á markað á næsta ári, en nú þegar hefur Kia sent frá sér fyrstu myndirnar af útliti hans. Kia ætlar að sýna hann í fullri stærð seinna í þessum mánuði í heimalandinu, S-Kóreu. Á myndunum að dæma virðist bíllinn stækka og má leiða líkum að því að hann geti rúmað þriðju sætaröðina. Hann er mun sportlegri í útliti en núverandi bíll og miklu straumlínulagi. Þessi stækkun bílsins bendir til þess að hann eigi að keppa við Toyota Highlander, Honda Pilot og Chevrolet Traverse á Bandaríkjamarkaði. Hann verður líklega byggður á sama undirvagni og nýr Kia Sedona fjölnotabíllinn en erfir að auki margt frá systurbílnum Hyundai Santa Fe, sem fyrr. Vestanhafs verður Kia Sorento boðinn með 3,3 lítra V-6 vél sem skilar 290 hestöflum, en væntanlega verður minni vél í boði fyrir Evrópumarkað og þá helst fjögurra strokka vél með forþjöppu og dísilvél með meira afli en núverandi 197 hestafla vélin. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Kia Sorento verður fyrst kynntur utan heimalandsins á bílasýningunni í Los Angeles í nóvember á þessu ári. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent
Ný kynslóð af Kia Sorento jeppanum mun koma á markað á næsta ári, en nú þegar hefur Kia sent frá sér fyrstu myndirnar af útliti hans. Kia ætlar að sýna hann í fullri stærð seinna í þessum mánuði í heimalandinu, S-Kóreu. Á myndunum að dæma virðist bíllinn stækka og má leiða líkum að því að hann geti rúmað þriðju sætaröðina. Hann er mun sportlegri í útliti en núverandi bíll og miklu straumlínulagi. Þessi stækkun bílsins bendir til þess að hann eigi að keppa við Toyota Highlander, Honda Pilot og Chevrolet Traverse á Bandaríkjamarkaði. Hann verður líklega byggður á sama undirvagni og nýr Kia Sedona fjölnotabíllinn en erfir að auki margt frá systurbílnum Hyundai Santa Fe, sem fyrr. Vestanhafs verður Kia Sorento boðinn með 3,3 lítra V-6 vél sem skilar 290 hestöflum, en væntanlega verður minni vél í boði fyrir Evrópumarkað og þá helst fjögurra strokka vél með forþjöppu og dísilvél með meira afli en núverandi 197 hestafla vélin. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Kia Sorento verður fyrst kynntur utan heimalandsins á bílasýningunni í Los Angeles í nóvember á þessu ári.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent