Honda CR-V söluhæsti jepplingurinn í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 14:30 Honda CR-V er bæði vinsæll í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hún er jöfn keppnin milli jepplinganna Honda CR-V og Ford Escape um hylli kaupenda í Bandaríkjunum. Á fyrstu 6 mánuðum ársins hafa selst 154.692 Honda CR-V en 152.890 Ford Escape. Í júní munaði einnig litlu á sölu bílanna, en 26.129 Honda CR-V seldust á móti 25.110 Ford Escape. Í þriðja sætinu í þessum flokki er svo Chevrolet Equinox en af honum seldust 21.748 bílar. Toyota RAV4 vermir fjórða sætið með 21.589 bíla og Nissan Qashqai kom svo næstur með 15.066 selda bíla í júní. Þar á eftir var svo Jeep Cherokee, sem flokkast hefði líklega sem jeppi hérlendis, en af honum seldust 13.337 bílar, rétt ofar en Subaru Forester sem 13.317 bílar seldust af. Þá kemur GMC Terrain langt á eftir með 8.743 bíla og Mazda CX-5 með 8.000 bíla. Til að klára topp 10 listann þá vermdi Jeep Patriot síðasta sætið með 6.873 bíla. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent
Hún er jöfn keppnin milli jepplinganna Honda CR-V og Ford Escape um hylli kaupenda í Bandaríkjunum. Á fyrstu 6 mánuðum ársins hafa selst 154.692 Honda CR-V en 152.890 Ford Escape. Í júní munaði einnig litlu á sölu bílanna, en 26.129 Honda CR-V seldust á móti 25.110 Ford Escape. Í þriðja sætinu í þessum flokki er svo Chevrolet Equinox en af honum seldust 21.748 bílar. Toyota RAV4 vermir fjórða sætið með 21.589 bíla og Nissan Qashqai kom svo næstur með 15.066 selda bíla í júní. Þar á eftir var svo Jeep Cherokee, sem flokkast hefði líklega sem jeppi hérlendis, en af honum seldust 13.337 bílar, rétt ofar en Subaru Forester sem 13.317 bílar seldust af. Þá kemur GMC Terrain langt á eftir með 8.743 bíla og Mazda CX-5 með 8.000 bíla. Til að klára topp 10 listann þá vermdi Jeep Patriot síðasta sætið með 6.873 bíla.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent