Honda CR-V söluhæsti jepplingurinn í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 14:30 Honda CR-V er bæði vinsæll í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hún er jöfn keppnin milli jepplinganna Honda CR-V og Ford Escape um hylli kaupenda í Bandaríkjunum. Á fyrstu 6 mánuðum ársins hafa selst 154.692 Honda CR-V en 152.890 Ford Escape. Í júní munaði einnig litlu á sölu bílanna, en 26.129 Honda CR-V seldust á móti 25.110 Ford Escape. Í þriðja sætinu í þessum flokki er svo Chevrolet Equinox en af honum seldust 21.748 bílar. Toyota RAV4 vermir fjórða sætið með 21.589 bíla og Nissan Qashqai kom svo næstur með 15.066 selda bíla í júní. Þar á eftir var svo Jeep Cherokee, sem flokkast hefði líklega sem jeppi hérlendis, en af honum seldust 13.337 bílar, rétt ofar en Subaru Forester sem 13.317 bílar seldust af. Þá kemur GMC Terrain langt á eftir með 8.743 bíla og Mazda CX-5 með 8.000 bíla. Til að klára topp 10 listann þá vermdi Jeep Patriot síðasta sætið með 6.873 bíla. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent
Hún er jöfn keppnin milli jepplinganna Honda CR-V og Ford Escape um hylli kaupenda í Bandaríkjunum. Á fyrstu 6 mánuðum ársins hafa selst 154.692 Honda CR-V en 152.890 Ford Escape. Í júní munaði einnig litlu á sölu bílanna, en 26.129 Honda CR-V seldust á móti 25.110 Ford Escape. Í þriðja sætinu í þessum flokki er svo Chevrolet Equinox en af honum seldust 21.748 bílar. Toyota RAV4 vermir fjórða sætið með 21.589 bíla og Nissan Qashqai kom svo næstur með 15.066 selda bíla í júní. Þar á eftir var svo Jeep Cherokee, sem flokkast hefði líklega sem jeppi hérlendis, en af honum seldust 13.337 bílar, rétt ofar en Subaru Forester sem 13.317 bílar seldust af. Þá kemur GMC Terrain langt á eftir með 8.743 bíla og Mazda CX-5 með 8.000 bíla. Til að klára topp 10 listann þá vermdi Jeep Patriot síðasta sætið með 6.873 bíla.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent