Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Ellefu sigrar í röð Kristinn Ásgeir Gylfason á Fylkisvelli skrifar 7. ágúst 2014 12:48 Vísir/Arnþór Stjörnukonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. Fylkisliðið náði að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur en það var ekki nóg. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Stjörnuliðið vann þarna sinn ellefta deildarsigur í röð og náði með því ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á morgun. Lucy Gildein kom Fylki yfir strax á 2. mínútu og Fylkiskonur voru yfir í 48 mínútur. Stjarnan jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og skoraði síðan tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði þriðja markið. Fylkisliðið fékk fín færi til að bæta við mörkum en Stjörnukonum tókst að komast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. Harpa Þorsteinsdóttir komst ekki á blað í leiknum en hún var búin að skora í átta leikjum í röð og alls 20 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Vel skipulagt Fylkislið gerði Stjörnukonum erfitt fyrir í kvöld. Fylkir lagði mikla áherslu á að verjast og treysti á skyndisóknir. Tvisvar komst Lucy Gildein í gott færi ein á móti markmanni en í hvorugt skiptið tókst henni að koma boltanum í netið. Mikið líf komst í Fylkiskonur þegar þær skorðuðu snemma leiks. Allt útlit var fyrir jafnan leik framan af fyrri hálfleik. Störnukonur vöknuðu svo til lífsins um miðjan hálfleikinn og þar eftir var stefnan á vellinum nánast óslitið í átt að marki Fylkis. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Markatalan segir ekki alla söguna enda átti Lucy Gildein tvö góð færi. Stjörnunni tókst að nýta þau færi sem liðið fékk og skóp með því sigurinn.Hrafnhildur Hekla: Úrslitin segja ekki til um framvindu leiksins „Við spiluðum með fimm manna vörn. Þær sóttu mjög fast og við ætluðum okkur að halda aftur af þeim. Boltinn hlaut eiginlega að leka inn hjá þeim. Við náðum ekki að klára færin. Þetta var góður leikur hjá okkur þrátt fyrir úrslitin, sem mér finnst ekki alveg segja til um framvindu leiksins,“ sagði Hrafnhildur Hekla fyrirliði Fylkis.Ragna Lóa: Jákvætt þegar liðið mitt gengur af velli og er svekkt yfir því að hafa tapað „Við lögðum upp með það að verjast vel og ná skyndisóknum. Ef Lucy hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við komist í 2-0 og unnið þennan leik, það þarf að nýta skyndisóknirnar,“ sagði Ragna Lóa þjálfari Fylkis og bætti svo við í léttum tón: „Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi“.Ólafur Þór: Það er langt í að við förum að fagna „Leikurinn snérist svolítið um það hjá þeim að stoppa Hörpu, það gekk ágætlega en þá kom annar leikmaður í hennar stað og skoraði tvö mörk í dag, sem var frábært," sagði Ólafur. „Þetta var hörku leikur á móti vel skipulögðu Fylkisliði. Við fáum alltaf færi og mörkin detta þá inn. Við sáum að í dag að það eru hörku lið í deildinni. Þótt við séum með forskot er langt í að við förum að fagna,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í Lautinni í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Stjörnukonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. Fylkisliðið náði að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur en það var ekki nóg. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Stjörnuliðið vann þarna sinn ellefta deildarsigur í röð og náði með því ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á morgun. Lucy Gildein kom Fylki yfir strax á 2. mínútu og Fylkiskonur voru yfir í 48 mínútur. Stjarnan jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og skoraði síðan tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði þriðja markið. Fylkisliðið fékk fín færi til að bæta við mörkum en Stjörnukonum tókst að komast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. Harpa Þorsteinsdóttir komst ekki á blað í leiknum en hún var búin að skora í átta leikjum í röð og alls 20 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Vel skipulagt Fylkislið gerði Stjörnukonum erfitt fyrir í kvöld. Fylkir lagði mikla áherslu á að verjast og treysti á skyndisóknir. Tvisvar komst Lucy Gildein í gott færi ein á móti markmanni en í hvorugt skiptið tókst henni að koma boltanum í netið. Mikið líf komst í Fylkiskonur þegar þær skorðuðu snemma leiks. Allt útlit var fyrir jafnan leik framan af fyrri hálfleik. Störnukonur vöknuðu svo til lífsins um miðjan hálfleikinn og þar eftir var stefnan á vellinum nánast óslitið í átt að marki Fylkis. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Markatalan segir ekki alla söguna enda átti Lucy Gildein tvö góð færi. Stjörnunni tókst að nýta þau færi sem liðið fékk og skóp með því sigurinn.Hrafnhildur Hekla: Úrslitin segja ekki til um framvindu leiksins „Við spiluðum með fimm manna vörn. Þær sóttu mjög fast og við ætluðum okkur að halda aftur af þeim. Boltinn hlaut eiginlega að leka inn hjá þeim. Við náðum ekki að klára færin. Þetta var góður leikur hjá okkur þrátt fyrir úrslitin, sem mér finnst ekki alveg segja til um framvindu leiksins,“ sagði Hrafnhildur Hekla fyrirliði Fylkis.Ragna Lóa: Jákvætt þegar liðið mitt gengur af velli og er svekkt yfir því að hafa tapað „Við lögðum upp með það að verjast vel og ná skyndisóknum. Ef Lucy hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við komist í 2-0 og unnið þennan leik, það þarf að nýta skyndisóknirnar,“ sagði Ragna Lóa þjálfari Fylkis og bætti svo við í léttum tón: „Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi“.Ólafur Þór: Það er langt í að við förum að fagna „Leikurinn snérist svolítið um það hjá þeim að stoppa Hörpu, það gekk ágætlega en þá kom annar leikmaður í hennar stað og skoraði tvö mörk í dag, sem var frábært," sagði Ólafur. „Þetta var hörku leikur á móti vel skipulögðu Fylkisliði. Við fáum alltaf færi og mörkin detta þá inn. Við sáum að í dag að það eru hörku lið í deildinni. Þótt við séum með forskot er langt í að við förum að fagna,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í Lautinni í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira