Bugatti á 400 á sveitavegi Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2014 15:15 Bugatti Veyron er svo sem ekki glæný framleiðsla en hann er eftir sem áður algert tækniundur sem slegið hefur nokkur hraðametin. Í Idaho í Bandaríkjunum fannst heimamönnum góð hugmynd að loka einum góðum sveitavegi og leyfa nokkrum ofurbílum að sletta úr klaufunum fyrir framan glaða áhorfendur. Þessi svaðalega útgáfa, Bugatti Veyron Super Sport með sín 1.200 hestöfl úr 16 strokka vél, gerði sér lítið fyrir og náði 396,5 kílómetra hraða á þessum vel lagða og þráðbeina vegi. Þegar bíllinn fer framhjá áhorfendum á þessum ótrúlega hraða er eins og framhjá fari þota af hljóðinu að dæma. Úr verður mögnuð sjón og það eykur á ánægjuna að stilla hljóðið hátt. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent
Bugatti Veyron er svo sem ekki glæný framleiðsla en hann er eftir sem áður algert tækniundur sem slegið hefur nokkur hraðametin. Í Idaho í Bandaríkjunum fannst heimamönnum góð hugmynd að loka einum góðum sveitavegi og leyfa nokkrum ofurbílum að sletta úr klaufunum fyrir framan glaða áhorfendur. Þessi svaðalega útgáfa, Bugatti Veyron Super Sport með sín 1.200 hestöfl úr 16 strokka vél, gerði sér lítið fyrir og náði 396,5 kílómetra hraða á þessum vel lagða og þráðbeina vegi. Þegar bíllinn fer framhjá áhorfendum á þessum ótrúlega hraða er eins og framhjá fari þota af hljóðinu að dæma. Úr verður mögnuð sjón og það eykur á ánægjuna að stilla hljóðið hátt.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent