Audi hættir með CVT-skiptingar Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 09:56 Audi A6. Margir bílaframleiðendur útbúa bíla sína með CVT-reimaskiptingum, sér í agi minni bíla eða Hybrid bíla sína og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Segja má að ekki sé mikil hrifning meðal margra bílaáhugamanna með þessar skiptingar en réttlæting þeirra er oftast skýrð út með lágri eyðslu. Einn þeirra bílaframleiðenda sem fyrst hóf að nota CVT-skiptingar var Audi, sem nefndi þær Multimatic og voru þær notaðar með stærri vélum en hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Audi hefur notað þessar skiptingar í nokkrum útfærslum framdrifinna A4, A5 og A6 bíla sinna, en þær hafa ekki verið notaðar í fjórhjóladrifnum Audi bílum. Audi hefur nú tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða bíla sína með slíkum skiptingum. Í stað þeirra munu koma sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingu sem nefndar hafa verið S-tronic. Munu margir fagna þeirri umskiptingu. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Margir bílaframleiðendur útbúa bíla sína með CVT-reimaskiptingum, sér í agi minni bíla eða Hybrid bíla sína og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Segja má að ekki sé mikil hrifning meðal margra bílaáhugamanna með þessar skiptingar en réttlæting þeirra er oftast skýrð út með lágri eyðslu. Einn þeirra bílaframleiðenda sem fyrst hóf að nota CVT-skiptingar var Audi, sem nefndi þær Multimatic og voru þær notaðar með stærri vélum en hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Audi hefur notað þessar skiptingar í nokkrum útfærslum framdrifinna A4, A5 og A6 bíla sinna, en þær hafa ekki verið notaðar í fjórhjóladrifnum Audi bílum. Audi hefur nú tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða bíla sína með slíkum skiptingum. Í stað þeirra munu koma sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingu sem nefndar hafa verið S-tronic. Munu margir fagna þeirri umskiptingu.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent