Twin Within í nýjasta tölublaði Seventeen Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júlí 2014 13:30 „Þetta er alveg frábært fyrir okkur og gaman að hafa á ferilskránni,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hálsmenalínan Twin Within, sem hönnuð er af Kristínu og systur hennar, Áslaugu Írisi, er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði bandaríska unglingatímaritsins Seventeen.Kristín segir að stílisti tímaritsins hafi sett sig í samband við þær systur og beðið þær um að senda þeim hálsmen út. „Það var frekar stuttur fyrirvari á þessu öllu en við sendum þeim festar og þeim leist vel á. Þetta er í rauninni frekar súrrealískt, enda er þetta virkilega stórt blað þó svo að þetta sé kannski ekki beint fyrsta tímaritið sem ég lugga í á kaffihúsi. En þetta er frábært fyrir merkið og mjög gaman að sjá forsíðufyrirsætuna, leikkonuna Bellu Thorne, með festarnar okkar,“ segir Kristín, sem varð sér út um eintak af blaðinu fyrr í vikunni. „Ég kom við í Eymundsson og fletti í gegnum blaðið. Þetta var mjög skemmtilegt, mann langaði næstum því að hnippa í næsta mann í Eymundsson og benda á að maður væri í blaðinu,“ segir Kristín og hlær. Þær systur eru nú á fullu við að undirbúa nýja hálsmenalínu. „Við verðum með svipað efnisval, höldum áfram að notast við reipin og gúmmíslöngurnar. Það mætti segja að nýju festarnar komi til með að bera með sér heldur klassískt yfirbrgað þar sem svarthvítt verður ríkjandi.“ Twin Within hefur notið vinsælda erlendis og hafa hálsmenin til að mynda ratað í verslanir víða í Bandaríkjunum, London, Japan og Seattle. Líklegt er að Singapúr fái einnig að kynnast línunni en Kristín flytur þangað á allra næstu dögum. „Maðurinn minn er að fara þangað í mastersnám svo ég skelli mér með ásamt dóttur okkar. Þar ætla ég að vera á fullu í festagerð.“ Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Þetta er alveg frábært fyrir okkur og gaman að hafa á ferilskránni,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hálsmenalínan Twin Within, sem hönnuð er af Kristínu og systur hennar, Áslaugu Írisi, er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði bandaríska unglingatímaritsins Seventeen.Kristín segir að stílisti tímaritsins hafi sett sig í samband við þær systur og beðið þær um að senda þeim hálsmen út. „Það var frekar stuttur fyrirvari á þessu öllu en við sendum þeim festar og þeim leist vel á. Þetta er í rauninni frekar súrrealískt, enda er þetta virkilega stórt blað þó svo að þetta sé kannski ekki beint fyrsta tímaritið sem ég lugga í á kaffihúsi. En þetta er frábært fyrir merkið og mjög gaman að sjá forsíðufyrirsætuna, leikkonuna Bellu Thorne, með festarnar okkar,“ segir Kristín, sem varð sér út um eintak af blaðinu fyrr í vikunni. „Ég kom við í Eymundsson og fletti í gegnum blaðið. Þetta var mjög skemmtilegt, mann langaði næstum því að hnippa í næsta mann í Eymundsson og benda á að maður væri í blaðinu,“ segir Kristín og hlær. Þær systur eru nú á fullu við að undirbúa nýja hálsmenalínu. „Við verðum með svipað efnisval, höldum áfram að notast við reipin og gúmmíslöngurnar. Það mætti segja að nýju festarnar komi til með að bera með sér heldur klassískt yfirbrgað þar sem svarthvítt verður ríkjandi.“ Twin Within hefur notið vinsælda erlendis og hafa hálsmenin til að mynda ratað í verslanir víða í Bandaríkjunum, London, Japan og Seattle. Líklegt er að Singapúr fái einnig að kynnast línunni en Kristín flytur þangað á allra næstu dögum. „Maðurinn minn er að fara þangað í mastersnám svo ég skelli mér með ásamt dóttur okkar. Þar ætla ég að vera á fullu í festagerð.“
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira