Korpa sjaldan litið betur út til veiða Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2014 14:41 Eins lítil og nett sem Korpan er virðist hún alltaf halda sínum hlut í veiðinni og það er engin undantekning á þar í sumar. Áin er komin í 50 laxa á sínar tvær stangir sem er fín veiði og besta tímabilið samt eftir. Það er ekki oft sem áin er í gullvatni í júlí en núna í þessum rigningarham sem veðrið er búið að vera í er nóg vatn í ánni og gott magn af laxi að ganga í hana á hverju flóði. Korpa er mjög vinsæl sem sést best á aðsókn í hana en hún er sem stendur uppseld í júlí en einhverjar stangir eru eftir í ágúst og þær má nálgast hjá leigutakanum www.hreggnasa.is Góður gangur í líka í systuránni Elliðaá en það styttist í að hún nái 200 löxum enda veiðin þar búin að vera nokkuð jöfn og þar er fiskur að ganga inn á hverju flóði. Eitthvað hefur borið á örlöxum í henni og hafa margir veiðimenn hreinlega brugðið á það ráð að sleppa þeim löxum ef þær rata á flugurnar og vonast til að ná einhverjum aðeins stærri í næsta kasti og sem betur fer er það yfirleitt raunin. Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði
Eins lítil og nett sem Korpan er virðist hún alltaf halda sínum hlut í veiðinni og það er engin undantekning á þar í sumar. Áin er komin í 50 laxa á sínar tvær stangir sem er fín veiði og besta tímabilið samt eftir. Það er ekki oft sem áin er í gullvatni í júlí en núna í þessum rigningarham sem veðrið er búið að vera í er nóg vatn í ánni og gott magn af laxi að ganga í hana á hverju flóði. Korpa er mjög vinsæl sem sést best á aðsókn í hana en hún er sem stendur uppseld í júlí en einhverjar stangir eru eftir í ágúst og þær má nálgast hjá leigutakanum www.hreggnasa.is Góður gangur í líka í systuránni Elliðaá en það styttist í að hún nái 200 löxum enda veiðin þar búin að vera nokkuð jöfn og þar er fiskur að ganga inn á hverju flóði. Eitthvað hefur borið á örlöxum í henni og hafa margir veiðimenn hreinlega brugðið á það ráð að sleppa þeim löxum ef þær rata á flugurnar og vonast til að ná einhverjum aðeins stærri í næsta kasti og sem betur fer er það yfirleitt raunin.
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði