Íris Dögg: Kannski óréttlátt en virði ákvörðunina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júlí 2014 13:01 Vísir/Stefán Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur verið lánuð í FH eins og Vísir greindi frá í dag. Var það niðurstaðan eftir að landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir varð gjaldgeng með liði Fylkis. Í dag var opnað fyrir félagaskipti á Íslandi og fékk því Þóra leikheimild í dag með Fylki. Hún mun því í kvöld spila sinn fyrsta deildarleik hér á landi síðan hún hélt í atvinnumennsku árið 2006. „Mér líst ekkert illa á að fara í FH. Þetta er lið sem lítur vel út og hefur verið að styrkjast mikið á síðustu árum. Það er björt framtíð í Hafnarfirðinum,“ sagði Íris Dögg í samtali við Vísi í dag. Hún neitar því þó ekki að finnast leiðinlegt að fara frá Árbænum nú en hún hefur haldið hreinu í sex af átta deildarleikjum Fylkis í sumar og hefur liðið fengið á sig fæst mörk allra liða í deildinni. „Ég hef þekkt þessar stelpur lengi og auðvitað er erfitt að fara úr aðstæðum sem maður er vanur og þekkir vel. En maður verður bara að taka þessu.“ „Að einhverju leyti finnst mér þetta óréttlátt en þetta er það sem þjálfaranum fannst best að gera. Ég verð að virða ákvörðun hans.“ Íris Dögg er samningsbundin Fylki til loka næsta tímabils og veit ekki hvað tekur við hjá sér að tímabilinu loknu. „Það verður bara að ráðast. Ég veit að Fylkir myndi samþykkja að rifta samningi mínum eftir tímabilið ef ég óska þess en við ætlum að ræða þau mál í haust.“ FH hefur fengið á sig flest mörk allra liða í sumar eða 30 talsins í níu leikjum. „Þetta á eftir að reyna á mig. Nú kemst maður að því úr hverju maður er gerður.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þóra í marki Fylkis í kvöld | Íris í FH Íris Dögg hefur haldið hreinu í sex leikjum af átta en víkur fyrir landsliðsmarkverðinum. 15. júlí 2014 12:47 Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur verið lánuð í FH eins og Vísir greindi frá í dag. Var það niðurstaðan eftir að landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir varð gjaldgeng með liði Fylkis. Í dag var opnað fyrir félagaskipti á Íslandi og fékk því Þóra leikheimild í dag með Fylki. Hún mun því í kvöld spila sinn fyrsta deildarleik hér á landi síðan hún hélt í atvinnumennsku árið 2006. „Mér líst ekkert illa á að fara í FH. Þetta er lið sem lítur vel út og hefur verið að styrkjast mikið á síðustu árum. Það er björt framtíð í Hafnarfirðinum,“ sagði Íris Dögg í samtali við Vísi í dag. Hún neitar því þó ekki að finnast leiðinlegt að fara frá Árbænum nú en hún hefur haldið hreinu í sex af átta deildarleikjum Fylkis í sumar og hefur liðið fengið á sig fæst mörk allra liða í deildinni. „Ég hef þekkt þessar stelpur lengi og auðvitað er erfitt að fara úr aðstæðum sem maður er vanur og þekkir vel. En maður verður bara að taka þessu.“ „Að einhverju leyti finnst mér þetta óréttlátt en þetta er það sem þjálfaranum fannst best að gera. Ég verð að virða ákvörðun hans.“ Íris Dögg er samningsbundin Fylki til loka næsta tímabils og veit ekki hvað tekur við hjá sér að tímabilinu loknu. „Það verður bara að ráðast. Ég veit að Fylkir myndi samþykkja að rifta samningi mínum eftir tímabilið ef ég óska þess en við ætlum að ræða þau mál í haust.“ FH hefur fengið á sig flest mörk allra liða í sumar eða 30 talsins í níu leikjum. „Þetta á eftir að reyna á mig. Nú kemst maður að því úr hverju maður er gerður.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þóra í marki Fylkis í kvöld | Íris í FH Íris Dögg hefur haldið hreinu í sex leikjum af átta en víkur fyrir landsliðsmarkverðinum. 15. júlí 2014 12:47 Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Þóra í marki Fylkis í kvöld | Íris í FH Íris Dögg hefur haldið hreinu í sex leikjum af átta en víkur fyrir landsliðsmarkverðinum. 15. júlí 2014 12:47
Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00
Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, sættir sig ekki við að setjast á bekkinn þegar Þóra kemur. 26. júní 2014 06:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki