Prius með óvenjulegt met á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2014 09:57 Toyota Prius bíllinn á Nürburgring brautinni. Það kann að hljóma einkennilegt að Toyota Prius bíll setji met á kappaksturshringnum Nürburgring, en það var reyndar ekki hraðamet, heldur met í sparakstri. Prius bíllinn, sem er Plug-In bíll, fór brautina 20 km löngu og eyddi aðeins 5 teskeiðum af eldsneyti á leiðinni. Eyðsla hans mældist 0,3 lítrar á hverja 100 kílómetra. Engin hraðamet voru sett á leiðinni en Prius bíllinn fór hringinn á 20 mínútum og 59 sekúndum og því hefur meðalhraðinn verið 64 km/klst. Reglur á Nürburgring brautinni kveða reyndar á um að ekki megi aka hægar en á 60 km/klst svo ekki sé þvælst um of fyrir öðrum bílum þar og voru þær reglur ekki brotnar. Til samanburðar fór Porsche 918 brautina á innan við 7 mínútum og á sá bíll hraðametið þar. Prius bíllinn eyddi í raun engu jarðefnaeldsneyti alla leiðina, nema ef undan er skilin ein löng brekka í brautinni, en þá ræsti brunavél bílsins sig í stutta stund. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent
Það kann að hljóma einkennilegt að Toyota Prius bíll setji met á kappaksturshringnum Nürburgring, en það var reyndar ekki hraðamet, heldur met í sparakstri. Prius bíllinn, sem er Plug-In bíll, fór brautina 20 km löngu og eyddi aðeins 5 teskeiðum af eldsneyti á leiðinni. Eyðsla hans mældist 0,3 lítrar á hverja 100 kílómetra. Engin hraðamet voru sett á leiðinni en Prius bíllinn fór hringinn á 20 mínútum og 59 sekúndum og því hefur meðalhraðinn verið 64 km/klst. Reglur á Nürburgring brautinni kveða reyndar á um að ekki megi aka hægar en á 60 km/klst svo ekki sé þvælst um of fyrir öðrum bílum þar og voru þær reglur ekki brotnar. Til samanburðar fór Porsche 918 brautina á innan við 7 mínútum og á sá bíll hraðametið þar. Prius bíllinn eyddi í raun engu jarðefnaeldsneyti alla leiðina, nema ef undan er skilin ein löng brekka í brautinni, en þá ræsti brunavél bílsins sig í stutta stund.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent