6 milljón mengandi bílar af götunum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 11:45 Ekki veitir af að stemma stigu við mengun eins og hér sést. Í Kína eru nú hafið það verkefni á vegum ríkisins að taka úr umferð 6 milljónir bíla af gömlum bílum sem menga mikið. Er þetta átak til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem er í mörgum borgum Kína. Rannsóknir í Kína hafa sýnt að um 31% af mengun í Peking er af völdum bíla. Á þessu ári stendur til að taka eina 300.000 bíla úr umferð bara í Peking, en á næsta ári á að gera enn betur og taka um 6 milljónir bíla á öðrum svæðum þar sem mengun er einnig mikil. Ekki fylgir sögunni hvernig þessu er hrint í framkvæmd. Hvort þessir bíleigendur fái eingreiðslu frá ríkinu, sem dæmi er um áður, ef endurnýjað er í nýjan bíl eða þeim gamla fargað, er ekki ljóst. Þessi fækkun mengandi bíla er liður í tveggja ára áætlun í Kína þar sem stefnt er að orkusparnaði, minnkun losunar eiturefna og minni mengunar í Kína. Einn liður í þessari baráttu er að auka gæði eldsneytis í landinu. Því virðast Kínverjar ætla að láta einskis ófreistað í baráttu sinni við þeirri miklu mengun sem hrjáð hefur mjög íbúa stærstu borganna þar. Í fyrra tilkynnti ríkisstjórn Kína að sett yrði 18.600 milljarðar króna til að stemma stigu við mengun í Kína á næstu 5 árum. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent
Í Kína eru nú hafið það verkefni á vegum ríkisins að taka úr umferð 6 milljónir bíla af gömlum bílum sem menga mikið. Er þetta átak til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem er í mörgum borgum Kína. Rannsóknir í Kína hafa sýnt að um 31% af mengun í Peking er af völdum bíla. Á þessu ári stendur til að taka eina 300.000 bíla úr umferð bara í Peking, en á næsta ári á að gera enn betur og taka um 6 milljónir bíla á öðrum svæðum þar sem mengun er einnig mikil. Ekki fylgir sögunni hvernig þessu er hrint í framkvæmd. Hvort þessir bíleigendur fái eingreiðslu frá ríkinu, sem dæmi er um áður, ef endurnýjað er í nýjan bíl eða þeim gamla fargað, er ekki ljóst. Þessi fækkun mengandi bíla er liður í tveggja ára áætlun í Kína þar sem stefnt er að orkusparnaði, minnkun losunar eiturefna og minni mengunar í Kína. Einn liður í þessari baráttu er að auka gæði eldsneytis í landinu. Því virðast Kínverjar ætla að láta einskis ófreistað í baráttu sinni við þeirri miklu mengun sem hrjáð hefur mjög íbúa stærstu borganna þar. Í fyrra tilkynnti ríkisstjórn Kína að sett yrði 18.600 milljarðar króna til að stemma stigu við mengun í Kína á næstu 5 árum.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent