Audi býr sig undir rafbílavæðingu Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 16:30 Audi R8 e-tron rafmagnsbílar. GT spirit Á síðasta ári seldust um 180.000 rafmagnsbílar en spáð er að árið 2028 verði seldar 2,7 milljónir rafmagnsbíla á ári. Fyrir stóran bílaframleiðanda er því lítið vit í því að taka ekki þátt í smíði rafmagnsbíla. Audi ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum og hefur gert drög að heilmikilli rafbílavæðingu Audi bíla. Nú þegar býður Audi R8 e-tron sportbílinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og hefur drægni uppá 450 kílómetra. Það er þó eini hreinræktaði rafmagnsbíll Audi en í áætlunum Audi er gert ráð fyrir mörgum slíkum bílum. Audi fylgist grannt með góðum gangi Tesla og einnig góðri sölu BMW í i3 rafmagnsbílnum og væntanlegri markaðssetningu i8 sportbíls BMW. Það þýðir þó ekki að Audi ætli að hefja stórtæka framleiðslu rafmagnsbíla á morgun, heldur er meiningin að vera tilbúnir ef eftirspurnin tekur mikinn kipp. Sú vaktstaða gæti staðið næstu 5-7 árin. Heimildir herma að Audi hafi gert plön um að geta snarlega útvegað nýjan Audi Q8 jeppa sinn sem rafmagnsbíl, en ekki fylgja sögur af hvaða fleiri gerðir Audi bíla yrðu þannig boðnir einnig. Audi miðar við að enginn þeirra myndi hafa minni drægni en 400 kílómetra. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent
Á síðasta ári seldust um 180.000 rafmagnsbílar en spáð er að árið 2028 verði seldar 2,7 milljónir rafmagnsbíla á ári. Fyrir stóran bílaframleiðanda er því lítið vit í því að taka ekki þátt í smíði rafmagnsbíla. Audi ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum og hefur gert drög að heilmikilli rafbílavæðingu Audi bíla. Nú þegar býður Audi R8 e-tron sportbílinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og hefur drægni uppá 450 kílómetra. Það er þó eini hreinræktaði rafmagnsbíll Audi en í áætlunum Audi er gert ráð fyrir mörgum slíkum bílum. Audi fylgist grannt með góðum gangi Tesla og einnig góðri sölu BMW í i3 rafmagnsbílnum og væntanlegri markaðssetningu i8 sportbíls BMW. Það þýðir þó ekki að Audi ætli að hefja stórtæka framleiðslu rafmagnsbíla á morgun, heldur er meiningin að vera tilbúnir ef eftirspurnin tekur mikinn kipp. Sú vaktstaða gæti staðið næstu 5-7 árin. Heimildir herma að Audi hafi gert plön um að geta snarlega útvegað nýjan Audi Q8 jeppa sinn sem rafmagnsbíl, en ekki fylgja sögur af hvaða fleiri gerðir Audi bíla yrðu þannig boðnir einnig. Audi miðar við að enginn þeirra myndi hafa minni drægni en 400 kílómetra.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent