8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2014 08:45 Þrátt fyrir úrhellisrigningu sem gekk yfir landið mest allt í gær létu veiðimenn það ekki á sig fá og þeir sem gátu veitt árnar sem ekki voru litaðar slitu upp laxa þrátt fyrir aðstæður. Við bakka Ytri Rangár í gær var gífurleg úrkoma en veiðimenn voru engu að síður að berjast við að koma flugunni út í ánna. Væntingarvísitalan var þess vegna frekar lág þegar veiði hófst um morguninn en það lagaðist þegar leið á daginn enda voru staðfestir 8 laxar á land um klukkan 18:00 og þá voru þó fjórir tímar eftir af veiðideginum. Það komu laxar upp úr Djúpós, Ægissíðufossi, Tjarnarbreiðu, 17 1/2, Klöpp og Rangárflúðum. Eitthvað slapp af laxi líka og þykir þetta ágætt miðað við aðstæður og árstíma, allt fallegur tveggja ára lax og allt tekið á flugu. Eystri Rangá var súkkulaðilituð í gær svo ekki er að vænta talna úr henni en klakveiðinni lauk í vikunni og hefðbundin veiðitími hófst í gær. Um 40 laxar komu í klakveiðinni og ekki einn smálax var í þeim hóp. Stangveiði Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Ágætis veðurspá fyrstu rjúpnahelgina Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði
Þrátt fyrir úrhellisrigningu sem gekk yfir landið mest allt í gær létu veiðimenn það ekki á sig fá og þeir sem gátu veitt árnar sem ekki voru litaðar slitu upp laxa þrátt fyrir aðstæður. Við bakka Ytri Rangár í gær var gífurleg úrkoma en veiðimenn voru engu að síður að berjast við að koma flugunni út í ánna. Væntingarvísitalan var þess vegna frekar lág þegar veiði hófst um morguninn en það lagaðist þegar leið á daginn enda voru staðfestir 8 laxar á land um klukkan 18:00 og þá voru þó fjórir tímar eftir af veiðideginum. Það komu laxar upp úr Djúpós, Ægissíðufossi, Tjarnarbreiðu, 17 1/2, Klöpp og Rangárflúðum. Eitthvað slapp af laxi líka og þykir þetta ágætt miðað við aðstæður og árstíma, allt fallegur tveggja ára lax og allt tekið á flugu. Eystri Rangá var súkkulaðilituð í gær svo ekki er að vænta talna úr henni en klakveiðinni lauk í vikunni og hefðbundin veiðitími hófst í gær. Um 40 laxar komu í klakveiðinni og ekki einn smálax var í þeim hóp.
Stangveiði Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Ágætis veðurspá fyrstu rjúpnahelgina Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði