Lúxuskerra sem eyðir 3,1 lítra Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2014 11:03 Porsche Panamera E-Hybrid. Kominn er til landsins fyrsti Porsche Panamera E-Hybrid bíllinn til Bílabúðar Benna. Þessi bíll er um margt óvenjulegur en það eru ekki margir bílar sem bera með sér meiri lúxus og stærð, en eyða samt að meðaltali aðeins 3,1 lítra eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Það helgast af því að stinga má honum í samband við heimilisrafmagn og kemst hann fyrstu 35 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Að auki má aka honum á allt að 135 km hraða eingöngu á rafmagni. Líklega það albesta við þennan bíl er verðið en þar sem hann ber með sér lág tollgjöld er hægt að bjóða hann á 16,9 milljónir króna og er hann því á sama verði og Porsche Panmera Diesel, sem þó er mun aflminni og eyðir meira. Þessi bíll er svo hlaðinn lúxus að leit er að öðru eins og bíllinn svo fallegur að allra augu beinast að honum á ferð. Bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is var svo heppinn að fá að prófa þennan kostagrip í gær og var það sannarlega mikil upplifun. Akstureiginleikar hans eru óviðjafnanlegir, aflið magnað og þægindi eins og fæstir hafa kynnst. Porsche Panamera E-Hybrid er 416 hestöfl og koma 333 þeirra frá 3,0 lítra bensínvél en restin frá rafmótorunum. Þennan fyrsta Porsche Panamera E-Hybrid má nú skoða í sýningarsal Bílabúðar Benna. Það er þess virði.Bíllinn er algert augnayndi að innan. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent
Kominn er til landsins fyrsti Porsche Panamera E-Hybrid bíllinn til Bílabúðar Benna. Þessi bíll er um margt óvenjulegur en það eru ekki margir bílar sem bera með sér meiri lúxus og stærð, en eyða samt að meðaltali aðeins 3,1 lítra eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Það helgast af því að stinga má honum í samband við heimilisrafmagn og kemst hann fyrstu 35 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Að auki má aka honum á allt að 135 km hraða eingöngu á rafmagni. Líklega það albesta við þennan bíl er verðið en þar sem hann ber með sér lág tollgjöld er hægt að bjóða hann á 16,9 milljónir króna og er hann því á sama verði og Porsche Panmera Diesel, sem þó er mun aflminni og eyðir meira. Þessi bíll er svo hlaðinn lúxus að leit er að öðru eins og bíllinn svo fallegur að allra augu beinast að honum á ferð. Bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is var svo heppinn að fá að prófa þennan kostagrip í gær og var það sannarlega mikil upplifun. Akstureiginleikar hans eru óviðjafnanlegir, aflið magnað og þægindi eins og fæstir hafa kynnst. Porsche Panamera E-Hybrid er 416 hestöfl og koma 333 þeirra frá 3,0 lítra bensínvél en restin frá rafmótorunum. Þennan fyrsta Porsche Panamera E-Hybrid má nú skoða í sýningarsal Bílabúðar Benna. Það er þess virði.Bíllinn er algert augnayndi að innan.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent