Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2014 19:15 Svona stólaxa verða sífellt algengari í Vatnsdalsá. Þetta var stærsti laxinn í ánni 2011 Veiði hófst í Vatnsdalsá á föstudaginn og í lok dags í gær voru komnir 17 laxar á land og af því er engin smálax. Stærsti fiskurinn kom á land í gær í Grjóthrúgukvörn en hann mældist 97 sm, 9.2 kg og tók Sunray Shadow. Minnsti laxinn sem hefur veiðst í ánni er 4 kg og flestir laxarnir hafa veiðst í Hnausastreng sem kemur fáum á óvart sem þekkja Vatnsdalsá en þessi veiðistaður er einn af þeim magnaðri á landinu. Meðalþyngdin úr ánni er um 6 kg og meðallengd 82 sm sem eru flottar tölur og efast menn ekki um að sleppiskylda á laxinum í ánni sé að skila stærri laxi sem sé mun verðmætari veiðibráð en smálaxinn þegar árnar eru markaðssettar til erlendra veiðimanna en þó erlendir veiðimenn séu fjölmennir við bakkann á áin stórann aðdáendahóp hjá innlendum veiðimönnum sem halda tryggð við þessa skemmtilegu á. Stangveiði Mest lesið Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði
Veiði hófst í Vatnsdalsá á föstudaginn og í lok dags í gær voru komnir 17 laxar á land og af því er engin smálax. Stærsti fiskurinn kom á land í gær í Grjóthrúgukvörn en hann mældist 97 sm, 9.2 kg og tók Sunray Shadow. Minnsti laxinn sem hefur veiðst í ánni er 4 kg og flestir laxarnir hafa veiðst í Hnausastreng sem kemur fáum á óvart sem þekkja Vatnsdalsá en þessi veiðistaður er einn af þeim magnaðri á landinu. Meðalþyngdin úr ánni er um 6 kg og meðallengd 82 sm sem eru flottar tölur og efast menn ekki um að sleppiskylda á laxinum í ánni sé að skila stærri laxi sem sé mun verðmætari veiðibráð en smálaxinn þegar árnar eru markaðssettar til erlendra veiðimanna en þó erlendir veiðimenn séu fjölmennir við bakkann á áin stórann aðdáendahóp hjá innlendum veiðimönnum sem halda tryggð við þessa skemmtilegu á.
Stangveiði Mest lesið Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði