Mikil veiði í Sléttuhlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2014 19:12 Frábær veiði úr Sléttuhlíðarvatni Mynd: Valþór Söring Jónsson Sléttuhlíðarvatn er ekki beinlínis í alfaraleið en veiðivonin í vatninu er það góð að það er vel þess virði að taka krók á ferðalaginu og kíkja í vatnið. Vatnið er inní Veiðikortinu svo korthafar þurfa eingöngu að tilkynna sig við komu og skrá aflann sem oft á tíðum getur verið mjög góður. Á vef Veiðikortsins er frétt af Valþóri Söring Jónssyni sem var við veiðar ásamt félögum sínum þann 29. maí og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd gerðu þeir feyknagóða veiði eða 46 fiska á aðeins þremur tímum. Þeir voru aftur á ferðinni 31. maí og fengu þá 41 fisk. Mikið af urriða er í vatninu og stöku bleikja og þrátt fyrir að fiskurinn sé ekki mjög stór, eða 1-2 pund að jafnaði þó stærri séu inn á milli, er þetta mjög góður matfiskur. Veiðivonin í vatninu er mjög góð og vatnið þess vegna tilvalið fyrir fjölskylduna því flestir fá eitthvað á færið sem reyna fyrir sér. Best veiðist á litlar straumflugur og púpur en séu veiðimenn að nota spinnera hefur "Lippann" alltaf reynst veiðimönnum við vatnið happadrjúg. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Mikil veiði í Sléttuhlíðarvatni Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði
Sléttuhlíðarvatn er ekki beinlínis í alfaraleið en veiðivonin í vatninu er það góð að það er vel þess virði að taka krók á ferðalaginu og kíkja í vatnið. Vatnið er inní Veiðikortinu svo korthafar þurfa eingöngu að tilkynna sig við komu og skrá aflann sem oft á tíðum getur verið mjög góður. Á vef Veiðikortsins er frétt af Valþóri Söring Jónssyni sem var við veiðar ásamt félögum sínum þann 29. maí og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd gerðu þeir feyknagóða veiði eða 46 fiska á aðeins þremur tímum. Þeir voru aftur á ferðinni 31. maí og fengu þá 41 fisk. Mikið af urriða er í vatninu og stöku bleikja og þrátt fyrir að fiskurinn sé ekki mjög stór, eða 1-2 pund að jafnaði þó stærri séu inn á milli, er þetta mjög góður matfiskur. Veiðivonin í vatninu er mjög góð og vatnið þess vegna tilvalið fyrir fjölskylduna því flestir fá eitthvað á færið sem reyna fyrir sér. Best veiðist á litlar straumflugur og púpur en séu veiðimenn að nota spinnera hefur "Lippann" alltaf reynst veiðimönnum við vatnið happadrjúg.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Mikil veiði í Sléttuhlíðarvatni Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði