Laxinn mættur í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2014 19:22 Mynd: www.veida.is Ytri Rangá hefur venjulega verið talin ein af þessum ám sem laxinn mætir í þegar líður á júní en nokkrir laxar hafa þegar sýnt sig í ánni. Áin opnar eftir 10 daga og það veit á gott að sjá laxa þetta vel fyrir opnunardaginn. Laxar hafa sýnt sig bæði við Djúpós og við Borg en báðir þessir staðir eru sérstaklega eftirsóttir í upphafi tímabils enda gefa þeir báðir góða veiði. Aðrir staðir sem hafa verið heitir fyrstu dagana eru t.d. Staur, Klöppin, 17 1/2 og Straumey en staðir eins og Gunnugilsbreiða sem var ekki fyrir löngu einn af bestu stöðunum í ánni breytti sér aðeins í fyrra og gaf minni veiði en mátti vænta. Sá staður breytir sér eins og nokkrir staðir í ánni reglulega og gæti þess vegna komið inn sterkur í sumar. Nýjir leigutakar hafa tekið við ánni og hafa verð lækkað umtalsvert en til 6. júlí eru stangirnar seldar á 25.000. Leyfin í Ytri Rangá má nálgast á vefnum www.veida.is Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Ytri Rangá hefur venjulega verið talin ein af þessum ám sem laxinn mætir í þegar líður á júní en nokkrir laxar hafa þegar sýnt sig í ánni. Áin opnar eftir 10 daga og það veit á gott að sjá laxa þetta vel fyrir opnunardaginn. Laxar hafa sýnt sig bæði við Djúpós og við Borg en báðir þessir staðir eru sérstaklega eftirsóttir í upphafi tímabils enda gefa þeir báðir góða veiði. Aðrir staðir sem hafa verið heitir fyrstu dagana eru t.d. Staur, Klöppin, 17 1/2 og Straumey en staðir eins og Gunnugilsbreiða sem var ekki fyrir löngu einn af bestu stöðunum í ánni breytti sér aðeins í fyrra og gaf minni veiði en mátti vænta. Sá staður breytir sér eins og nokkrir staðir í ánni reglulega og gæti þess vegna komið inn sterkur í sumar. Nýjir leigutakar hafa tekið við ánni og hafa verð lækkað umtalsvert en til 6. júlí eru stangirnar seldar á 25.000. Leyfin í Ytri Rangá má nálgast á vefnum www.veida.is
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði