Glæst innanrými Volvo XC90 Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 15:15 Ekki beint óvistlegur að innan hinn nýi Volvo XC90. Styttast fer í kynningu á nýja XC90 jeppanum frá Volvo og fyrirtækið birti í dag fyrstu myndir af innanrými hans. Það kemur kannski ekki mikið á óvart að þar ræður glæsileikinn ríkjum, en einnig sænsk naumhyggja. Hann er sannarlega sænskur og meira að segja er sænski fáninn bróderaður í sætin. Þurft hefur að höggva niður nokkur tré til að ljá innanrými hans glæsileika og sjálfskiptihnúðurinn er úr kristal frá Orrefors í Svíþjóð. Það er þó ekkert naumhyggjulegt við flennistóran snertiskjáinn fyrir miðju mælaborðsins. Hann er hærri en hann er breiður, líkt og í Tesla Model S, en það er sjaldséð í bílum. Mælaborðið sjálft er stafrænt að sjá. Þrjár sætaraðir eru í bílnum og stilla má hvert sæti fyrir sig í annarri sætaröðinni og fínt pláss á að vera fyrir farþega í þeirri öftustu. Volvo XC90 verður endanlega sýndur umheiminum í ágúst, en hætt er við því að Volvo eigi eftir að sýna meira af bílnum í hæfilegum skömmtum og þá ekki síst af endanlegu ytra útliti bílsins. Þrjár sætaraðir og vel á að fara um alla farþega. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent
Styttast fer í kynningu á nýja XC90 jeppanum frá Volvo og fyrirtækið birti í dag fyrstu myndir af innanrými hans. Það kemur kannski ekki mikið á óvart að þar ræður glæsileikinn ríkjum, en einnig sænsk naumhyggja. Hann er sannarlega sænskur og meira að segja er sænski fáninn bróderaður í sætin. Þurft hefur að höggva niður nokkur tré til að ljá innanrými hans glæsileika og sjálfskiptihnúðurinn er úr kristal frá Orrefors í Svíþjóð. Það er þó ekkert naumhyggjulegt við flennistóran snertiskjáinn fyrir miðju mælaborðsins. Hann er hærri en hann er breiður, líkt og í Tesla Model S, en það er sjaldséð í bílum. Mælaborðið sjálft er stafrænt að sjá. Þrjár sætaraðir eru í bílnum og stilla má hvert sæti fyrir sig í annarri sætaröðinni og fínt pláss á að vera fyrir farþega í þeirri öftustu. Volvo XC90 verður endanlega sýndur umheiminum í ágúst, en hætt er við því að Volvo eigi eftir að sýna meira af bílnum í hæfilegum skömmtum og þá ekki síst af endanlegu ytra útliti bílsins. Þrjár sætaraðir og vel á að fara um alla farþega.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent